fbpx
Sunnudagur 03.ágúst 2025
Fréttir

Óskað eftir brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík – Er þetta blekking ein? Vaxtaræktarfólk og lyftingafólk sækir í brjóstamjólk

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 07:59

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hafa komið inn beiðnir á nokkra svokallaða mömmuhópa á Facebook um að fá brjóstamjólk að gjöf fyrir veikt barn í Reykjavík. Landspítalinn veit ekkert um þetta barn og mjólkursöfnunin er ekki á vegum sjúkrahússins. Það vekur athygli að beiðnir sem þessar komi inn á Facebook á sama tíma og brjóstamjólk er orðin vinsæl hjá vaxtaræktarfólki og lyftingamönnum. Auk þess er ekki hægt að komast í beint samband við fjölskylduna sem þarfnast að sögn þessarar brjóstamjólkur.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í mömmuhópunum sé sagt að um mjög veikt barn sé að ræða í Reykjavík og sé það í heimahúsi. Það sé með sjaldgæfan sjúkdóm og þurfi á brjóstamjólk að halda því það geti ekki drukkið þurrmjólk. Af þessum sökum þurfi að fá hreina brjóstamjólk. Þær mæður sem hafa reynt að kanna málið betur hafi fengið að vita að milliliður muni sækja brjóstamjólkina og koma henni áleiðis. Ekki hefur reynst unnt að komast í samband við fjölskyldu þessa veika barns.

Brjóstamjólk hefur verið vinsæl með kraftlyftingafólks og vaxtaræktarfólks að undanförnu en það telur að hægt sé að hraða uppbyggingu vöðva með neyslu hennar. Fram kemur í Fréttablaðinu að brjóstamjólk sé hins vegar ekki svo mikill undradrykkur fyrir uppbyggingu vöðva að fólk þurfi að verða sér úti um hana á fölskum forsendum.

Haft er eftir Jóni Magnúsi Kristjánssyni, yfirmanni bráðalækninga á Landspítalanum, að þangað hafi borist fyrirspurnir vegna sögunnar um veika barnið.

„Það eru tvær mögulegar skýringar á þessu. Annars vegar að það sé í raun barn hér einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu með sjúkdóm sem spítalinn viti ekki um og þá er mikilvægt að koma því undir læknishendur. Hin skýringin er sú að einhverjir séu að reyna að komast yfir brjóstamjólk í einhverjum öðrum tilgangi.“

Er haft eftir Jóni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn

Hafnar gæsluvarðhaldi yfir manni sem ók stolnum bíl um flugbrautirnar – Flúði lögreglu á ofsahraða með reipi um hálsinn
Fréttir
Í gær

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans

Ráðgjafi í innsta hring Biden átti að fá bónus ef hann yrði endurkjörinn – Mögulegur hvati til að hylma yfir veikindi forsetans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“

Guðlaugur mundi ekki heldur eftir skýrslunni hálfu ári eftir gerð hennar – „Ég veit ekkert um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu

Karlmaður og kona sakfelld: Fengu 6,3 milljónir inn á reikning fyrir mistök og skiluðu ekki fénu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul

Ferðamaður lést við Breiðamerkurjökul
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“

Bjartsýnn fyrir Þjóðhátíð í Eyjum – „Hér er auðvitað allra veðra von en það verður gott partý“