fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Vigdís óttast geislun frá mastri á Úlfarsfelli – „Hræðsluáróður, rangfærslur og dylgjur“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. mars 2019 07:50

Mynd:DV/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, vill að fjarskiptabúnaður, sem settur var upp án heimildar, á Úlfarsfelli verði „fjarlægður tafarlaust“. Hún segir að búnaðurinn sendi frá sér mikla geislun og það sé forkastanlegt að setja hann upp á Úlfarsfelli.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að á fundi borgarráðs á fimmtudaginn hafi verið fjalla um málið en það snýst um tillögu borgarinnar og Sýnar um deiliskipulag fyrir 1,3 hektara lands á toppi Úlfarsfells. Þar á að koma fyrir 50 metra háu fjarskiptamastri fyrir loftnet og tækniskýli með útsýnispalli.

Vigdís bókaði andstöðu Miðflokksins við þessum framkvæmdum sem hún segir vera á „einum vinsælasta útsýnisstað borgarinnar“. Hún segir að borgin hafi gengið hart fram í þessu máli og farið þvert gegn vilja íbúa í Úlfarsárdal, Grafarholti og almennt gegn vilja borgarbúa.

„Að reisa 50 metra hátt stálmastur hlaðið tækjabúnaði sem sendir frá sér slíka geislun að búnaðurinn var tekinn niður í Kópavogi vegna nálægðar við íbúahverfi er forkastanlegt. Að ætla sér að færa vandann yfir á íbúa Reykjavíkur er ekki lausn. Það er ósvífni.“

Bókaði Vigdís og bætti við:

„Þessari aðför verður að ljúka hér og sú gríðarlega andstaða sem fram kemur í aðsendum athugasemdum í kjölfar auglýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir verði virt.“

Fulltrúar meirihlutans voru ekki sáttir við þetta og bókuðu að mikið hafi farið fyrir rangfærslum og hræðsluáróðri í tengslum við málið.

„Er slíkum dylgjum og rangfærslum vísað á bug.“

Sagði í bókun meirihlutans sem segir staðreyndir tala sínu máli og toppur Úlfarsfells bjóði upp á góða staðsetningu fyrir umræddan búnað.

„Þá skal ítrekað að rannsóknir sýna að geislun frá mastri af þessu tagi eru langt undir öllum viðmiðunarmörkum og af þeim stafar engin heilsufarsógn.“

 

Sjá einnig: Deilt um „Eiffelturninn“ sem rísa skal á toppi Úlfarsfells:„Flestir hafa áhyggjur af sjónmengun og geislun“

Sjá einnig: Mótmæla 50 metra háu fjarskiptamastri sem rísa skal á toppi Úlfarsfells – Hafa áhyggjur af verðrýrnun fasteigna, geislun og ísingu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn