fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Eyjan

Þessi fjögur þykja líklegust til að verða dómsmálaráðherra

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. mars 2019 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkisráð hefur verið boðað til fundar á Bessastöðum í dag. Þar mun Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra, yfirgefa ríkisstjórnina en hún tilkynnti um afsögn sína í gær. Margir eru sagðir vilja stól hennar en fjögur þykja líklegust til að hreppa hnossið.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Þar segir að líklegast sé talið að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Haraldur Benediktsson, oddviti í Norðvesturkjördæmi, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður flokksins, taki við embættinu.

Þórdís er sögð líklegust til að taka við dómsmálunum og muni Bjarni þá setja annan ráðherra í iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Þar komi Haraldur Benediktsson sterklega til greina.

Blaðið segist einnig hafa heimildir fyrir að rætt hafi verið um að Þórdís víki ekki úr núverandi ráðuneyti og að aðrir ráðherrar muni létta undir með henni og sjá um ákveðna málaflokka.

Ekki er talið útilokað að Bjarni taki sjálfur við dómsmálunum á meðan rykið sest og málin skýrast varðandi nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins. Hann hefur þó væntanlega nóg á sinni könnu í fjármálaráðuneytinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk

Orðið á götunni: Nú vaknar Vilhjálmur upp við áralangt sukk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV

Þorsteinn Pálsson skrifar: Nýjar ógnir og nýtt RÚV
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?

Björn Jón skrifar: Hver er merkasti forsætisráðherra aldarinnar?
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu

Sigmundur Ernir skrifar: Kvennafrídagurinn breytti öllu