fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
FókusKynning

Smurdagar hjá Betra gripi: Góðir afslættir af smurvinnu og ýmsum vörum

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 19. janúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tímabilinu 15. janúar til 28. febrúar standa yfir Smurdagar hjá Betra gripi, Guðrúnartúni 4. Veittur er 15% afsláttur af vinnu og efni og því kjörið að koma með bílinn í smurningu í Betra grip á þessu tímabili. Einnig eru góðir afslættir af vörum á borð við rúðuþurrkur og sumar tegundir hjólbarða.

Betra grip er í senn smurstöð, dekkjaverkstæði og sinnir smáviðgerðum. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á hágæðavörur og má þar nefna Havoline-smurolíur, Exide-rafgeyma og Oximo-þurrkublöð.

Betra grip ehf. var stofnað árið 2005 sem þjónustuaðili og heildverslun með Bridgestone hjólbarða. Árið 2013 keypti Betra grip Smur,- bón- og dekkjaþjónustuna og flutti alla sína starfsemi að Guðrúnatúni 4.

Mynd: OHara

Betra grip er með gott úrval hjólbarða og er umboðsaðili fyrir Bridgestone sem það selur bæði í heildsölu og smásölu. Bridgestone framleiðir hjólbarða í öllum stærðum og gerðum undir fjórum merkjum, Bridgestone, Firestone, Seiberling og Bandag. Úrvalið nær allt frá vönduðum fólksbíladekkjum upp í stór og sterk vinnuvéladekk. Þá ber að nefna Blizzak loftbóludekkin frá Bridgestone, heilsársdekk sem henta afar vel við íslenskar aðstæður. Þau eru mjög hljóðlát, míkróskorin og þægileg í öllum akstri, ásamt því að vera frábær dekk í snjó og hálku.

Betra grip leggur áherslu á þekkingu og fagmennsku við þjónustu við bíleigendur. Starfsmenn fyrirtækisins eru með allt að 30 ára reynslu og þekkingu á sviði hjólbarða og smurþjónustu og ráðleggja viðskiptavinum af kostgæfni við val á hjólbörðum, heppilegum smurolíum, rúðuþurrkum og öðrum viðhaldsvörum.

Betra grip er sem fyrr segir staðsett að Guðrúnartúni 4. Opið er virka daga frá kl. 8 til 17. Síminn er 533 3999, netfang er betragrip@betragrip.is og vefsíða er betragrip.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
13.12.2023

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni

Hlífðarpúðar sem aðlagast líkamanum vegna einstakrar tækni
Kynning
28.11.2023

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“

Skúli fann heilsuna aftur í Póllandi – „Lífsgæði mín löguðust umtalsvert frá því að vera algjör sjúklingur eða öryrki yfir í að komast aftur á vinnumarkaðinn“
Kynning
31.03.2023

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl

Glæsilegir vinningar í Páskaleik DV: Taktu þátt fyrir 5. apríl
Kynning
29.03.2023

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum

Miklu meiri lífsgæði með Protis Liðum