fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

„Brynjar er ekki nákvæmur maður“

Alþingismaður setur spurningarmerki við ökuhæfni utanríkisráðherra

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 13. janúar 2017 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég kannast alveg við að hafa heyrt kvartanir en á þessu stigi vil ég ekki tjá mig frekar um þetta mál. Eins og alþjóð veit þá er Brynjar ekki nákvæmur maður og freistar þess við hvert tækifæri að fara með gamanmál á minn kostnað. Það er alveg ljóst að þessu verður svarað á heppilegum vettvangi,“ segir nýskipaður utanríkisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, í samtali við DV.

Ástæða samtalsins er sú að sama dag og tilkynnt var um ráðherraskipan ríkisstjórnarinnar birti alþingismaðurinn Brynjar Níelsson færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hann gantaðist með að fjölmargir Sjálfstæðismenn, einkum ökumenn og gangandi vegfarendur, legðu ríka áherslu á að Guðlaugur Þór yrði ráðherra. „Þeir segjast ekki sjá eftir þeim kostnaði sem fer í ráðherrabílstjóra fyrir hann,“ sagði Brynjar í færslunni.
Færslan féll í góðan jarðveg en þó virtust ekki allir skilja brandarann. Þannig spurði einn góðborgari hvort Guðlaugur Þór væri ekki með bílpróf og því svaraði Brynjar: „Jú, það er einmitt vandamálið.“

Að kvöldi þess sama dags var síðan loks tilkynnt um ráðherraskipanina. Brynjar lét opinberlega í ljós óánægju sína með hana, sérstaklega að reynsla og umboð hafi ekki ráðið för frekar en „kynjasjónarmið“. Hins vegar varð honum og ástríðufullum áhugamönnum um íslenska umferðarmenningu úr ranni Sjálfstæðisflokksins að ósk sinni þegar Guðlaugur Þór fékk úthlutað utanríkissráðuneytinu og þar af leiðandi bílstjóra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“