fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Katrín og Svandís um Sigríði: „Því ber að halda til haga að ráðherrann einn ber ábyrgð“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 12. mars 2019 14:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, nú forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra, skrifuðu grein á vef VG sumarið 2017, áður en ríkisstjórnarsamstarfið hófst við Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

Í greininni fjalla þær stöllur meðal annars um tillögu Sigríðar Á. Andersen, dómsmálaráðherra, að skipan 15 nýrra dómara við Landsrétt, sem Mannréttindadómstóll Evrópu komst að í morgun að hefði ekki átt rétt á sér, þar sem ákvörðunin, sem þó var samþykkt af Alþingi, bryti gegn 6,.grein mannréttindasáttmálans er fjallar um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar.

Ekki hefur tekist að fá svör hjá forsætisráðherra um hvort Sigríður njóti trausts hennar í ríkisstjórninni, en allir þingmenn VG greiddu á sínum tíma gegn skipunartillögu Sigríðar árið 2017. En þegar minnihlutinn bar upp vantrausttillögu gegn Sigríði vegna Landsréttarmálsins, vörðu flestir þingmenn VG hana gegn vantrausti.

Ófullnægjandi rök, bullandi ágreiningur og þverbrotið ferli

Í greininni frá 2017 segir um málið:

 

„Nýr Landsréttur í ósátt og uppnámi

Lokaafrek ríkisstjórnarinnar var svo að leggja fram tillögu um skipan fimmtán nýrra dómara við nýtt millidómstig, Landsrétt. Dómsmálaráðherra vék þar verulega frá tillögu dómnefndar og færði fjóra aðila sem metnir voru í hópi fimmtán hæfustu umsækjenda niður og færði upp fjóra aðra, upphaflega með þeim rökum að hún vildi meta dómarareynslu þyngra en dómnefnd hefði gert en í þeim rökstuðningi sem síðar var lagður fram vísaði ráðherrann einnig til kynjasjónarmiða og hefur í fjölmiðlum bent á formenn stjórnmálaflokkanna sem ábyrgðaraðila fyrir þeim sjónarmiðum. Þar er rétt að halda til haga að við Vinstri-græn höfum haldið til haga þessum sjónarmiðum og að sérstakt tillit verði tekið til jafnréttislaga við skipan dómara í Landsrétt. Þau lög byggjast hins vegar á þeirri forsendu að valið standi á milli tveggja umsækjenda sem metnir eru jafn hæfir og við, ásamt öðrum þingmönnum stjórnarandstöðunnar, bentum á að ráðherrann hefði ekki fært fullnægjandi rök fyrir því máli sínu. Því ber að halda til haga að ráðherrann einn ber ábyrgð á sinni tillögu og getur ekki vísað á aðra í því.“

Þarna er Sigríður dregin til ábyrgðar, ein og sér. Rök hennar eru sögð ófullnægjandi.

Þá segir einnig:

„Minnihlutinn óskaði eftir því að málinu yrði frestað og ráðherra og Alþingi fengju aukinn tíma til að fara yfir þetta mikilvæga mál. Við því var ekki orðið og neytti meirihlutinn því aflsmuna sinna til að samþykkja fimmtán nýja dómara við Landsrétt í bullandi ágreiningi þar sem augljóslega hafði ekki gefist tími til að fara yfir málið með fullnægjandi hætti.“

Þarna er dregin fram ágreiningurinn sem stóð um málið og augljóst að þær stöllur eru ekki sáttar við ferlið. Þær segja ráðherrann hafa þverbrotið sáttina sem ríkti um ferlið við skipan dómsins og afleiðingarnar geti orðið vantraust og skort á trúverðugleika um árabil:

„Það er grafalvarlegt í lýðræðissamfélagi að svo naumur meirihluti skuli fara fram með þessum hætti þegar um er að ræða eina grein hins opinbera valds, dómsvaldið, og skipan þess. Í tíð fyrri ráðherra málaflokksins var mikil áhersla á að leiða fram lagaumgjörð og inntak nýs dómstigs í sátt. Nýr ráðherra hefur nú þverbrotið það ferli, gengið fram á skjön við þann anda sem ríkti á fyrri stigum málsins. Uppnám millidómstigsins er nú algjört, á ábyrgð dómsmálaráðherrans og ríkisstjórnarinnar allrar. Enn er ekki séð fyrir endann á málalyktum þessa og gæti svo farið að Landsréttur yrði að glíma við vantraust og skort á trúverðugleika um árabil.“

Sigríður hefur sjálf sagt að hún telji enga ástæðu til að segja af sér embætti vegna málsins og telur sig njóta trausts ríkisstjórnarinnar.

Ekkert hefur þó heyrst úr horni forsætisráðherra ennþá, sem hefur verið gagnrýndur harðlega fyrir málamiðlanir sínar og stefnu VG í ríkisstjórnarsamstarfinu, sér í lagi gagnvart Sjálfstæðisflokknum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki