fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Efling segir verkfallsbrot yfirvofandi og hyggst bregðast hart við þeim

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 7. mars 2019 21:22

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri Eflingar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efling segir í tilkynningu sem send var til fjölmiðla í kvöld að hóteleigendur hafi í hyggju verkfallsbrot þegar verkfall hjá hótelþernum hefst á morgun, föstudag. Hafa Eflingu borist fjölmargar tilkynningar þessa efnis. Efling minnir á að verkfallsbrot eru um leið lögbrot en tilkynningin er eftirfarandi:

Efling – stéttarfélag gagnrýnir harðlega þá hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars þegar Efling hefur boðað verkfall meðal hótelþerna.

Eflingu hafa borist fjölmargar tilkynningar um að hótelrekendur hyggist beita starfsfólk þrýstingi til að ýmist sniðganga verkfallsboðun eða ganga í störf starfsfólks í verkfalli. Hvort tveggja eru verkfallsbrot.

Margar tilkynninganna hafa borist í tengslum atkvæðagreiðslu utankjörfundar, en í tengslum við hana hefur starfsfólk Eflingar heimsótt fjölmarga vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu í vikunni.

Valgerður Árnadóttir starfsmaður félagssviðs Eflingar hefur heyrt margar slíkar frásagnir í vikunni. „Áhyggjufullir hótelstarfsmenn hafa tjáð mér að það séu uppi áform um ýmis brot, svo sem að hindra starfsmenn í að fara í verkfall sem þrífa almenningsrými og sinna þvottum. Sumstaðar er verið að boða starfsmenn sem almennt vinna ekki við þrif til að mæta fyrr og sinna þeim með herbergisþernum, bæði til að ná að klára þrif fyrir kl 10:00 og einnig eftir að verkfall hefst.“

Formaður Eflingar sendi fyrir nokkrum dögum hótelrekendum á félagssvæðinu bréf þar sem réttur starfsfólks til þátttöku í verkfalli er áréttaður ásamt með skyldum atvinnurekenda. Þar er minnt á að verkfallsbrot eru brot á lögum nr. 80 frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur. Efling – stéttarfélag kallar eftir því að atvinnurekendur virði lög og réttindi starfsfólks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki