fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Sanna sýnir svart á hvítu hvað lægra útsvar gerir fyrir láglaunafólk

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. mars 2019 11:30

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, greiddi atkvæði gegn einni tillögu kjarapakka Sjálfstæðisflokksins á fundi borgarstjórnar í gær, er varðar lækkun útsvars Reykjavíkurborgar, sem er í lögbundnu hámarki.

Sanna segir að lækkun útsvarsins hjálpi ekki þeim verst settu:

„Get ekki séð að flöt skattalækkun á alla, þjóni hagsmunum hinna verr settu. Svo ég segi það enn og aftur, þá þurfum við útsvar frá fjármagnseigendum inn í sameiginlegan sjóð okkar en ekki leiðir sem bjóða upp á það að hinir betur settu greiði minna til samneyslunnar.“

1500 kall á mánuði

Sanna tekur dæmi um einstakling sem er á lágmarkslaunum, eða 300 þúsund krónur á mánuði. Ef útsvarið yrði lækkað úr 14,52% niður í 14% líkt og Sjálfstæðisflokkurinn leggur til, myndi greiðslubyrði viðkomandi sem dæmið nær til, aðeins lækka um 1500 krónur á mánuði:

„Er ekki séð að slíkt bæti kjör hinna verr settu. Útsvarslækkun gerir það að verkum að sameiginlegur sjóður okkar borgabúa minnkar en sameignlegur sjóður okkar er nýttur til þess að veita þjónustu við borgarbúa. Útsvarslækkun myndi einnig fela í sér að hinir betur settu sem eru með hærri launatekjur, greiði minna til samneyslunnar. Ef eitthvað er þá ætti Reykjavíkurborg að leita til hinna sveitarfélaga með það að markmiði að þrýsta á Alþingi til að leggja útsvar á fjármagnstekjur en þær bera ekkert útsvar líkt og launatekjur,“

segir Sanna og nefnir að þeir fjármunir sem náist með útsvarið í botni eigi að nýtast til að hjálpa þeim verst settu:

„Sé litið til tölfræðilegra upplýsinga síðasta árs, var greiddur fjármagnstekjuskattur 36,9 milljarðar, áætla má að 14,52% útsvar á sama skattstofn gæfi sveitarfélögum 26,8 milljarða króna í tekjur. Af þeirri fjárhæð má áætla að 35% rynni til Reykjavíkurborgar, ef fjármagnseigendur eru hlutfallslega jafn margir í borginni og á landinu öllu. Því má gera ráð fyrir að Reykjavíkurborg hefði geta fengið um 9,5 milljarða í borgarsjóð, þá fjármuni mætti nota til að bæta lífskjör þeirra sem verst standa í borginni.“

Sjá einnigSegir Dag og meirihlutann ekkert leggja af mörkum í kjaradeilunni:„Það er athyglisvert viðhorf“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki