fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
FókusKynning

Grænar vörur fyrir fjölskylduna – sköpunargleði barnsins og náin tengsl við foreldra

Kynning

Bambus.is

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 14. janúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vefverslunin Bambus.is býður upp á afar fjölbreyttar vörur innan ákveðinnar hugmyndafræði. Allar vörurnar eru umhverfisvænar og meðal annars er í boði fatnaður, unninn úr lífrænni ull og silki. Enn fremur býður verslunin upp á umhverfisvænar ungbarnavörur eins og margnota taubleiur og fylgihluti ásamt burðarsjölum og pokum sem styrkja tengsl foreldra og barns, sem og leikföng, föndurvörur og skólavörur sem byggja á Waldorf-stefnunni, en hún veitir mikið rými fyrir sköpunargleði barnsins og gengur út á að fræða þau með leik og uppgötvun í stað ítroðslu.

„Í Waldorf-stefnunni er ekki bara verið að þjálfa heilann heldur snýst þetta um allt í senn, hug, hönd og hjarta. Jöfn áhersla er á listgreinar eins og bóklegar greinar. Vakinn er áhugi og eftirvænting hjá barninu, stærðfræði, framkoma, lestur og heimanám – allt er þetta gert spennandi,“ segir Dagný Ósk Ásgeirsdóttir, eigandi Bambus.is.

„Í samræmi við þetta eru líka leikföngin sem við erum með en þau eru úr náttúrulegum efnum og til dæmis eru púslin ekki bara með eina rétta leið heldur fær sköpunargleði barnsins fær að njóta sín,“ segir Dagný enn fremur.

„Taubleiur eru alltaf að verða vinsælli og eru ástæðurnar helst umhverfisvitund og sparnaður. Samkvæmt tölum sem ég hef fengið frá Sorpu og íbúafjölda á höfuðborgarsvæðinu þá reiknast út að á árinu 2014 fóru 2.616 tonn af bréfbleium og bréfdömubindum til Sorpu til urðunar. Og svo tekur það hverja einustu bréfbleiu 200–600 ár að leysast upp í umhverfinu. Síðan eru taubleiurnar líka miklu flottari. Við erum með mikið úrval af taubleium og veitum foreldrum allar upplýsingar um eiginleika og notkun.“

Ýmiss konar uppbyggilegar bækur eru til sölu í Bambus.is, meðal annars skemmtilegar föndurbækur fyrir foreldra til að föndra fyrir og með börnum sínum.

Sem fyrr segir eru allar vörur í Bambus.is umhverfisvænar og sem dæmi má nefna að verslunin selur margnota dömubindi og brjóstainnlegg.

Nánari upplýsingar og vefverslun eru inni á vefsvæðinu www.bambus.is. Vörur eru sendar hvert á land sem er. Auk netverslunarinnar rekur Bambus.is verslun að Borgartúni 3 og þar er gott að koma og skoða úrvalið og fá ráðgjöf. Verslunin er opin mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10 til 14.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri