fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Björn er fastur í hlutverki manna sem neita að fullorðnast: Segir Íslendinga vera með „gróteskari“ húmor en aðrir

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Björn Thors segir karlmenn á sínum aldri oft eiga við það vandamál að stríða að neita að fullorðnast. Þetta kemur fram í þættinum Bíóhornið en þar segir hann að hann sé gjarnan fastur í ákveðinni staðalmynd sem leikari og sé hlutverk hans í kvikmyndinni Vesalings elskendur engin undantekning.

Björn segir:

„Einhverra hluta vegna er þetta ekki í fyrsta skiptið sem ég fæ hlutverk manns sem á erfitt með að fullorðnast. Ég vil ekki meina að það sé líkt mér en það getur vel verið að það sé líkara mér en ég sjái sjálfur.“

Björn segir að þetta kallast á við hlutverk sem hann lék í París norðursins og Þetta reddast, svo dæmi séu tekin; „Karlar á mínum aldri eiga oft við þetta vandamál að stríða, en einhver ástæða er fyrir því að mér er kastað í rullurnar,“ bætir hann hressilega við.

Í kvikmyndinni leikur Björn hinn seinheppna Óskar, mann sem reynir að forðast náin sambönd og á til að forðast tilfinningaleg tengsl, sem í kjölfarið hefur töluverð áhrif á bæði einkalíf hans og samskipti við fjölskyldumeðlimi.

Vesalings elskendur er sænsk framleiðsla og er myndinni leikstýrt af Maximilian Hult, en Björn hrósar kvikmyndagerðarmanninum hástert. Þá segir hann að húmorinn í Svíþjóð sé af allt öðruvísi toga en á Íslandi.

„Kómíkin í handritinu er mjög fínleg,“ segir hann. „Að því leyti finnst mér leikstjórinn takast á við verkefnið aðeins öðruvísi en íslenskir kollegar hans myndu gera. Mér finnst íslenski húmorinn aðeins grófari, í raun „gróteskari.“ Við erum talsvert ofsafengnari í því hvernig við segjum sögur, sérstaklega kómískar sögur.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í þættinum að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun