fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Stefnir í verkföll – SA vonast til að ekki komi til verkfalla

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. febrúar 2019 07:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær slitu Efling, VR, VLFA og VLFG viðræðum sínum við Samtök atvinnulífsins (SA) en félögin höfðu átt í kjaraviðræðum við SA hjá ríkissáttasemjara. Félögin hafa nú hafið undirbúning verkfallsboðunar en þau munu hafa samvinnu um verkfallsaðgerðirnar.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að fulltrúar verkalýðsfélaganna muni funda um helgina til að fara yfir stöðu mála. Samninganefnd Eflingar samþykkti í gær að á mánudaginn hefjist leynileg atkvæðagreiðsla um skæruverkfall þann 8. mars næstkomandi.

Starfsgreinasambandið vísaði í gær viðræðum sínum við SA til ríkissáttasemjara. Morgunblaðið hefur eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra SA, að viðræðuslitin og undirbúningur atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun séu alvarlegir hlutir sem feli í sér verulegan þjóðhagslegan kostnað og það jafnvel þótt verkföll séu ekki hafin.

Haft er eftir honum að allt samfélagið tapi á verkfallsaðgerðum og dragi úr getu atvinnurekenda og fyrirtækja til að standa undir sjálfbærum launahækkunum til framtíðar. Hann sagðist vonast til að ekki komi til verkfallsaðgerða og mikið sé í húfi til að geta afstýrt þeim.

Hann sagði ljóst að SA og verkalýðsfélögin verði að funda aftur hjá ríkissáttasemjara en ljóst sé að mikið beri á milli. Tilboð SA takmarkist af því sem fyrirtækin í landinu geti staðið undir á næstu árum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“