fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025

ÍBV fær væna sekt frá KSÍ eftir að hafa brotið reglur

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. febrúar 2019 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír leikmenn léku ólöglega í Lengjubikar kvenna á dögunum í leik ÍBV og Vals. Sigríður Lára Garðarsdóttir, Sara Suzanne Small og Mckenzie Grossmann léku allar með ÍBV en eru skráðar í erlend félög.

Í samræmi við greinar 10.1 og 11.2 í reglugerð KSÍ um Deildarbikarkeppni kvenna hefur skrifstofa KSÍ staðfest að leikmennirnir þrír hafi leikið ólöglegar með ÍBV í umræddum leik.

Í reglugerðum KSÍ um deildarbikarkeppni karla og kvenna, greinum 10.1 og 11.2 segir:

10. SEKTIR

10.1 Lið, sem mætir ólöglega skipað til leiks, skal sæta sekt að upphæð kr. 30.000 og að auki kr. 30.000 fyrir hvern leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með viðkomandi félagi og tekur þátt í leiknum. Félag, sem notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, skal sæta sektum að upphæð kr. 100.000.

11. STJÓRN KEPPNINNAR
11.2 Félag, sem notar leikmann sem ekki hefur keppnisleyfi með því eða notar leikmann, þjálfara eða forystumann í leikbanni, telst hafa tapað leiknum með markatölunni 0-3 nema tap hafi verið stærra, þá skal sú markatala ráða. Staðfesti skrifstofa KSÍ að þátttakandi hafi verið óhlutgengur í leik skal mótanefnd þegar í stað skrá úrslit leiksins skv. ofangreindu og tilkynna það viðkomandi félögum. Heimilt er að kæra slíka skráningu til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ og skal kærufrestur telja frá þeim degi sem tilkynningin er gefin út.

Neðangreindir leikmenn léku ólöglegir með ÍBV:

Sigríður Lára Garðarsdóttir
Sara Suzanne Small
Mckenzie Grossmann

Mót: Lengjubikarinn – A deild kvenna
Leikur: Valur – ÍBV
Dagsetning: 16. febrúar 2019

Ástæða: Leikmenn skráðir í erlend félög

Í samræmi við ofangreinda reglugerð er ÍBV sektað um kr. 120.000.-

Leikurinn fór 7 – 1 Val í hag. Úrslit leiksins standa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Útskýringar Fernandes eftir gærdaginn vekja furðu margra

Útskýringar Fernandes eftir gærdaginn vekja furðu margra
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika

Stórlið blandar sér í baráttuna og Aston Villa virðist ekki eiga möguleika
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“
Pressan
Fyrir 7 klukkutímum

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins

Fundu fjögur lík í Signu – Einn handtekinn vegna málsins
Pressan
Fyrir 11 klukkutímum

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra

Pólitísk sprengja – Leigumorðingi átti að drepa hund og svikull milljarðamæringur sem vill verða forsætisráðherra