fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Fréttir

Segir heilsugæsluna ekki nútímafólki bjóðandi

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. febrúar 2019 07:45

Heilsugæslan í Efstaleiti. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Salóme Ásta Arnardóttir, formaður Félags heilsugæslulækna, segir að á sumum svæðum úti á landi sé heilsugæslan ekki fólki bjóðandi. Stoppað sé í göt með afleysingum og læknaskortur sé. Hún segir að þetta sé ekki nútímafólki bjóðandi.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Salóme að hún telji að fjölga þurfi nemum í heilsugæslulækningum á næstu árum til að anna eftirspurn. Í umsögn Félags heilsugæslulækna um heilbrigðisáætlun til 2030, sem liggur nú fyrir þinginu, kemur fram að mönnunarvandi sé nokkuð mikill og að úrbóta sé þörf.

”Það er skortur á heilsugæslulæknum á stórum svæðum úti á landi. Hún er brotakennd og það er stóra vandamálið. Það er verið að redda málunum með af leysingum til skamms tíma og er eiginlega ekki nútímafólki bjóðandi.”

Er haft eftir Salóme. Hún telur að efla þurfi heilsugæsluna á markvissan hátt á næstu árum og fjölga læknum. Nú séu um 200 heilsugæslulæknar á landinu en þurfi að vera um 400 til að við stöndumst samanburð við Norðurlöndin.

” Það er þannig að víðast hvar er miðað við að heimilislæknar séu þriðjungur lækna. Með því yrði heilsugæslan þessi grunnstoð sem allir tala um í hátíðarræðu. Þá er talað um heilsugæsluna sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins.”

Segir Salóme og bendir á að reikningsdæmið sé ekki flókið. Nú séu um 200 heilsugæslulæknar á landinu. Helmingur þeirra láti af störfum á næsta áratug vegna aldurs. Átta heilsugæslulæknar séu útskrifaðir árlega. Hún segir að hæglega sé hægt að fjölga nemum í heilsugæslulækningum en það vanti fjármagn frá ríkinu til að það sé hægt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi

Harður árekstur á Skeiða- og Hrunamannavegi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið

Kattaeigendur í Árbænum óttaslegnir vegna manns sem veiðir ketti – DÝR og MAST komin í málið
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley

Maðurinn sem lést á Oasis tónleikunum á Wembley
Fréttir
Í gær

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“

Kristín neitaði að gerast njósnari fyrir Þjóðverja og mátti þola fangavist fyrir – „Þeir buðu mér gull og græna skóga“