fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fókus

Ógeðslega nettar!

Íslenskar konur komast á lista

Jóhanna María Einarsdóttir
Sunnudaginn 11. desember 2016 12:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

BuzzFeed tók saman sautján fáránlega nettar konur sem ólíklegt er að hafi verið áberandi í fjölmiðlum, en framkvæmdu samt allar ótrúleg afrek. Íslenskar konur fá sérstakan sess í fréttinni.

1.Stúlkan sem starði í augu lögreglumanns á mótæmlagöngu í Chile þegar minnst var horfinna einstaklinga. Myndin að neðan var tekin þegar lögreglan fór að handtaka mótmælendur af handahófi. Ljósmyndarinn sagði stúlkuna hafa brugðist við með því að standa fyrir framan einn lögregluþjónanna og stara ögrandi á hann.

2.Las Hijas de Violencia er hópur listakvenna sem berjast gegn þeim sem beita götuáreiti með því að skjóta á þá af confettí-byssum og syngja pönk tónlist. Þemalag þeirra heitir „Sexista Punk“.

Megan Hine
Megan Hine
  1. Megan Hine er snillingur í að lifa af í náttúrunni. Hún sér um öryggi ævintýramanna eins og Bear Grylls og kemur í veg fyrir að þeir fari sér að voða í hættulegum aðstæðum og á afskekktum stöðum. Í viðtali við The Guardian segist hún hafa lifað af árás ljóna og var einu sinni elt af fíkniefnagengi í gegnum frumskóg. Og hún getur kveikt bál með túrtappa. Konan er sérfræðingur!

4.Balkissa Chaibou, stúlkan sem hætti lífi sínu þegar hún neitaði því að giftast frænda sínum, einungis 16 ára gömul. Nú vinnur hún að því að koma í veg fyrir nauðungarhjónabönd stúlkna. Hún stundar nám í læknisfræði og dreymir um að verða læknir.

Amna Suleiman
Amna Suleiman

5.Amna Suleiman, konan sem leiðir hóp hjólakvenna sem hjóla á almannafæri í Gaza. Með því eru þær að brjóta óskráðar reglur sem banna konum að hjóla eftir að hafa komist á kynþroskaaldur. Hún segir að það að hjóla láti manni líða eins og maður fljúgi.

6.Hinn 11 ára Marley Dias, sem safnar bókum um þeldökkar stúlkur og vinnur að því að auka fjölbreytileika í útgáfu barnabóka. Enn sem komið er hefur hún safnað um 7000 bókum. Fylgjast má með henni á #1000BlackGirlBooks.

Hetjur.
Hetjur.

7.Dómararnir þrír, Joyce Aluoch (vinstri), Sylvia Steiner (miðja), and Kuniko Ozaki (hægri), sem dæmdu forsætisráðherra Kongó, Jean-Pierre Bemba, fyrir nauðganir sem hersveitir hans framkvæmdu í átökum. Glæpirnir áttu sér stað á árunum 2002-2003 í mið Afríku.

8.Hin 19 ára Negin Khpalwak, sem leiðir fyrstu afgönsku strengjahljómsveina, Zohra orchestra, sem eingöngu er skipuð konum. Þær hætta lífi og limum í hvert sinn sem þær spila. Þær vilja breyta því hvernig umheimurinn sér þjóð þeirra og bregða ljósi á réttindi og réttindaleysi kvenna.

9.Táningsstúlkan Maminydjama Maymuru er fyrsta ofurfyrirsætan af frumbyggjaættbálki Ástralíu og brýtur þar með alla staðla um ljóshærðra, bláeygðar fegurðarímyndir.

Just your basic hijabi Zorro
Just your basic hijabi Zorro

10.Skylmingarkonan Ibtihaj Muhammad er fyrsta konan með höfuðklút til þess að keppa fyrir Bandaríkin í Ólympíuleikunum. Hún segist bara vera Zorro grunntýpa með höfuðklút eða með hennar orðum: “I’m just your basic hijabi Zorro.”

11.Yusra Mardini, sýrlenski flóttamaðurinn sem rústaði Ólympíuleikunum í Ríó. Eitt sinn hætti hún lífi sínu í þrjá klukkutíma við að bjarga 20 flóttamönnum sem lögðu leið sína yfir Miðjarðarhafið til þess að komast til Evrópu.

12.Peggy Whitson er elsta konan sem ferðast hefur út í geim. Whitson, sem er 56 ára gömul, lenti í Alþjóðlegu geimstöðinni í nóvember á þessu ári.

13.Reshma Qureshi lifði af sýruárás og gekk svo tískupallana á tískuviku í New York. „Það sem gerðist fyrir okkur er ekki okkur að kenna og við höfum ekkert rangt gert og því ættum við að lifa lífinu og halda áfram,“ sagði hún áður en hún steig á pallinn.

Lífvarðasveit hertogaynjunnar
Lífvarðasveit hertogaynjunnar

14.Lífvarðasveit, sem eingöngu er skipuð konum, hélt verndarskildi yfir hertogaynjunni af Cornwall þegar hún heimsótti Sameinaða furstadæmið. Konurnar heita Shaima al-Kaabi, Basima al-Kaabi, Hannan al-Hatawi, Nisreen al-Hamawi og Salama al-Remeithi. Þær sóttu hertogaynjuna á flugvöllinn og gáfu ekkert eftir í svalleika.

15.Konur af amerískum frumbyggjaættum sem mótmæla áætlunum um leiðslukerfi í Dakota. Þær vilja vernda landið og þar með grundvallartengsl sín við landið.

Íslenskar konur mótmæla.
Íslenskar konur mótmæla.

16.Hinar þúsundir íslensku kvenna sem lögðu niður störf sín 24. október klukkan 14:38 til þess að mótmæla kynbundnum launamismuni.

Tess Asplund
Tess Asplund

17.Tess Asplund, konan á þessari epísku ljósmynd þar sem hún ögrar fylkingu 300 nýnasista í Svíðþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fara fram á gjaldþrot
Fókus
Fyrir 2 dögum

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“

Úlfar gerir upp málverkafölsunarmálið – „Þetta var bara fár“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“

Ákvað að opna sig um sína baráttu til að hjálpa öðrum: „Skömmin hefur alltaf verið til staðar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig
Fókus
Fyrir 3 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum

Ragnarök undir jökli – Áleitin spennusaga um siðferði og samkennd og skort á þeim gildum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni

Áður óséð myndband setur allt í uppnám í máli Blake Lively gegn leikstjóranum Justin Baldoni