fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fókus

Ástarbréf Kirk Douglas

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 24. desember 2016 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Kirk Douglas fagnaði 100 ára afmæli sínu á dögunum. Á næsta ári stendur til að gefa út í bók ástarbréf hans og eiginkonu hans, Anne. Hún hefur geymt öll bréf sem þeim fóru á milli frá því þau kynntust.

Douglas hefur skrifað allnokkrar bækur, bæði endurminningar og skáldskap. „Ég var alltaf að tala um sjálfan mig,“ segir hann. Honum fannst komin tími til að konu hans væri getið og stakk upp á því við hana að þau legðu saman í bók. Bókin nefnist Kirk and Anne: Letters of Love, Laughter and a Lifetime in Hollywood. Hjónin hafa verið saman í 62 ár, giftu sig árið 1954 og eignuðust synina Peter og Eric. Douglas átti þá tvo syni af fyrra hjónabandi, Michael og Joel.

Sonur þeirra hjóna, Eric, lést árið 2004, 46 ára gamall af völdum eiturlyfja. Hann hafði snemma farið að vera til vandræða og varð háður eiturlyfjum. Foreldrar sendu hann margoft á dýrustu meðferðarstofnanir án árangurs. Eftir dauða hans heimsóttu foreldrar hans gröf hans tvisvar í viku. Nú eiga þau erfitt um gang, enda háöldruð, og fara ekki jafn oft.

Douglas er orðinn ansi hrumur, hann drafar og því er nokkuð erfitt að skilja hann. Hann segir einmanalegt að ná hundrað ára aldri því allir vinir hans séu látnir. „Ég á konuna mína og hún er á við fimm vini,“ bætir hann við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Milos rekinn úr starfi
Fókus
Í gær

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?

Þessar bíómyndir eru í uppáhaldi hjá Leó páfa – Hvað hefurðu séð margar?
Fókus
Í gær

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar

Segir stefnumótamenninguna á Íslandi komna í óefni og leggur til róttækar breytingar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt

Huldukonan, Fröken Dúlla og Frumbyrjur meðal annars á lista Benedikt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina

Söngkonan rýfur þögnina um þyngdartapið og gagnrýnina
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sylvía Rún um baráttuna við OCD: „Ég fór úr því að vera fúnkerandi yfir í að vera fárveik“

Sylvía Rún um baráttuna við OCD: „Ég fór úr því að vera fúnkerandi yfir í að vera fárveik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum

Missti 77 kíló án Ozempic – Fann síðan eitthvað í handarkrikanum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra

Kevin Federline um stöðuna á sambandi drengjanna við móður þeirra