fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Einar reiður: Eiga að drulla sér heim – „Djöfull fer svona tvískinnungsháttur í taugarnar á mér“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 11:00

Einar Bárðarson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar sérstæð en umdeild uppákoma varð á Alþingi í gær þegar tveir þingmenn Pírata, Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, stilltu sér upp við hlið Bergþórd Ólasonar, þingmanns Pírata, með húfur mertkar átakinu „Fokk ofbeldi“ á höfðinu. Bergþór er einn þeirra þingmanna sem mest áberandi voru í Klaustursupptökunum.

Einari Bárðarsyni er ekki skemmt og lætur óánægju sína í ljós á samskiptamiðlum en hann er eiginmaður Áslaugar Thelmu sem gegndi stjórnunarstöðu hjá dótturfyrirtæki OR, Orku náttúrunnar en hún var rekin skömmu eftir að hún kvartaði undan óviðeigandi framkomu þáverandi framkvæmdastjóra ON.

Bergþóri var mótmælt sem ofbeldismanni á Alþingi í gær af þingmönnum Pírata.

Einari finnst um tvískinnungshátt sé að ræða og Píratar hafi ekkert gert til að hjálpa konu hans. Einar segir:

„Í fullri virðingu þá voru þeir ekki svona brattir Píratarnir í Borgarmeirihlutanum þegar þau sátu þegjandi hjá og samþykktu leikþáttinn sem forstjóri OR (starfandi og óstarfandi), Borgarstjórinn og Formaður Borgarráðs settu á svið hjá OR og ON fyrir jól. Þá var FO húfan væntanlega á kafi uppí samviskunni á þeim.“

Þá segir Einar einnig:

„Guð blessi þingið og vonandi að Bergþóri og Pírötum takist nú í eitt skipti fyrir öll að efna kosningaloforðið um að ná virðingu Alþingis uppá hærra plan. Kannski með því að segja bara af sér og drulla sér heim.“

Einar bætir við að lokum:

„Annars er ég fínn en djöfull fer svona tvískinnungsháttur í taugarnar á mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki