fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Védís missti Internetið – Áttaði sig á því hvað hún var orðin háð því: „Pæliði í geðveikinni“

Mæður.com
Þriðjudaginn 5. febrúar 2019 11:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú þegar nýtt ár rann í garð strengdu margir áramótaheit, aðrir gerðust vegan í einn mánuð og hinir lágu bara í því sama og árið áður. Ég sjálf strengdi nú engin heit, en ég hins vegar upplifði skringilega tilfinningu út Janúar.

Ég eins og flest allir aðrir byrjaði mánuðinn á því að kaupa mér inneign og internet magn á símann. En hins vegar þá var síminn minn á einhverjum allt öðrum nótum. Hann einhverra hluta vegna slökkti á „wifi“ hnappinum alveg sjálfur svo ég var oft stödd heima hjá mér en að nota gagnamagnið á símanum. Þetta leiddi auðvitað til þess að ég kláraði gagnamagnið mun fljótar heldur en áður og var því orðin netlaus í kringum 9. janúar. Ég er það nísk að ég tímdi ekki að kaupa mér annan gagnamagnapakka og ákvað því að verða netlaus á símanum út allan mánuðinn.

Ég skal viðurkenna það að þetta gat alveg verið erfitt á köflum. Sérstaklega þegar ég þurfti að millifæra eða senda einhvern merkilegan tölvupóst. Þá var ekki langt í pirringinn hjá mér yfir því að þurfa að bíða eftir því að komast heim. Ég upplifði svo hinar tilfinningarnar. Það að ég var ekki alltaf föst í símanum í bílnum eða í búðum. Það kemur manni nefnilega alveg lúmskt á óvart hversu virkilega mikið maður er háður netinu í daglegu lífi.

Að missa google var erfiðast

Það kom fyrir að ég þurfti að reyna verulega á heilann á mér bara við það að ákveða hvað ætti að vera í matinn. Þar sem við fjölskyldan erum mjög dugleg við það að prófa framandi rétti og það krefst yfirleitt smá „google“ tíma.

Google maps og bara google (gúggli frændi) var algjörlega hreinasta helvíti að missa. Ég var góð fyrstu vikuna en svo þegar kom að lengri tíma þá voru fingurgómarnir farnir að klappa kortinu til að kaupa net. Pæliði í geðveikinni!

Bara við það að bíða eftir einhverjum fundi gat gert mig snar. Nú er ég með mikla ofvirkni svo það að sitja bara og bíða er ekki fyrir mig, ég er ekki lengi að verða stjórnlaus. Að taka börnin í búð! Og áður en þið ranghvolfið augunum… Hugsiði hversu margir nota „youtube“ til að halda börnunum í kerrunni eða bara góðum til þess að geta verslað. Það er alveg ansi góð og stór prósenta foreldra og ég fúslega rétti alveg upp höndina! Þó þetta sé ekki gert í öllum búðarferðum.

Eftir þennan netlausa mánuð sá ég nú samt fram á það að þetta verði gert aftur. Þetta gerði mér líka alveg virkilega grein fyrir því hvernig kynslóð dætra minna getur orðið. Svo elsta stelpan mín sem er níu ára fékk „alvarlega að kenna á því“ eins og hún vill orða það og skjátíminn hennar var styttur niður um helling. Nýjar reglur voru settar og við ætlum okkur að tengjast meira sem fjölskylda.

Ég virkilega mana ykkur í það að prófa þetta. Og eg er að tala um heilan MÁNUÐ! Ekki viku eða dag, mánuð! Það mun koma ykkur á óvart hversu virkilega mikið við erum farin að stóla á Internetið hversdagslega.

Færslan er skrifuð af Védísi Köru og birtist upphaflega á Mæður.com

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?
Eyjan
Fyrir 2 klukkutímum

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi

Klikkuð samsæriskenning um Joe Biden á miklu flugi
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband

Heppinn að vera með meðvitund eftir ‘árásina’ í gær – Sjáðu óhugnanlegt myndband
Fókus
Fyrir 15 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn