fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Atli Freyr byrjaði sem bílstjóri hjá DHL árið 1997: Ráðinn framkvæmdastjóri DHL Express í Danmörku

Framkvæmdastjóri DHL á Íslandi færir sig um set til Danmerkur

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. desember 2016 14:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Freyr Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri DHL Express í Danmörku en um er að ræða 500 manna fyrirtæki sem veltir árlega 9 milljörðum króna. Óhætt er að segja að saga Atla Freys innan DHL sé áhugaverð.

Í tilkynningu segir að Atli hafi unnið allan sinn starfsferil innan DHL og sem framkvæmdastjóri DHL á Íslandi síðastliðin sex ár. Hann hóf störf hjá fyrirtækinu sem bílstjóri árið 1997. Meðfram háskólanámi vann hann í útkeyrslu og í þjónustudeild í hlutastarfi. Eftir útskrift úr háskóla færði hann sig yfir í söludeild fyrirtækisins og var gerður að sölu- og markaðsstjóra árið 2005. Frá og með árinu 2010 hefur Atli gegnt stöðu framkvæmdastjóra DHL Express Íslandi.

„Staða DHL á Íslandi hefur verið sterk og markaðshlutdeild þeirra framúrskarandi. Sérstaklega hefur tekist vel til við að snúa erfiðri stöðu eftir hrun fyrirtækinu í vil,“ segir í tilkynningunni og þar bætir Atli við að framundan sé stór áskorun.

„Þetta er auðvitað mikil áskorun en umfram allt skemmtilegt tækifæri sem ekki er hægt að láta fram hjá sér fara,“ segir hann. Ekki hefur verið ráðið í framkvæmdastjórastöðuna á Íslandi að svo stöddu en gengið verður frá ráðningu í upphafi nýs árs.

Atli Freyr er kvæntur Önnu Svandísi Gísladóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þrjú börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við

Næstdýrasta bensínið á Íslandi – Bara Hong Kong slær okkur við
Fréttir
Í gær

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“

Eldri maður fannst í angist úti á götu – „Ef þeir myndu velja konur á þeirra aldri væru þeir ólíklegri til þess að verða plataðir“
Fréttir
Í gær

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin

Hrollvekjandi uppgötvun í niðurníddu verksmiðjuhúsnæði sögð benda til þess að Madeleine McCann sé látin
Fréttir
Í gær

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“

Faðir Sigurbjargar stígur fram og gefur lítið fyrir svör Sigrúnar: „Mér þótti ég sjá lygina leka niður hökuna á henni“
Fréttir
Í gær

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan

Indland gerir flugskeytaárás á Pakistan
Fréttir
Í gær

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“

„Við erum ekki með verkfallsrétt…en allur hópurinn er hins vegar með atkvæðisrétt og þá byrja menn að sperra eyrun“