fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Þráir viðurkenningu föðurs: „Ég vildi að pabbi væri stoltur af mér en honum finnst asnalegt að mér líði illa“

Ritstjórn Bleikt
Föstudaginn 25. janúar 2019 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ástæða þess að ég kaus að skrifa um þetta er það að mig langar að það verði ákveðin vitundarvakning í tengslum við þunglyndi, kvíða og aðra geðræna sjúkdóma. Ég er þunglynd. Ég er með kvíðaröskun og ég hef allskyns áráttur. Það þarf allt að vera klippt og skorið hjá mér, aldrei má neitt bregða út af vananum.

Bréfið fékk Bleikt aðsent og endurbirtir nú.

Ég reyni allt sem í mínu valdi stendur til að bæta líðan mín hverju sinn. Ef ég er slæm af þunglyndinu tek ég á honum stóra mínum og hrósa sjálfri mér, bendi mér á að dagarnir í dag sé gjöf og taka eigi deginum fagnandi en minni mig líka á það, ef að lífið er skítt einn dag að á morgun komi nýr dagur!

Hvað er týpísk manneskja með þunglyndi? Hvernig lítur þunglynda steríótýpan út?
Ef fólk væri spurt að þessu úti á götu myndi það líklegast benda á svartklædda unglinginn með slæmt „case“ af unglingaveiki og gelgju! Það myndi benda á stúlkuna sem situr og hlustar á ástarlög og teiknar brotin hjörtu í gríð og erg. En málið er að það er engin sérstök tegund eða uppskrift af fólki sem þjáist af þunglyndi.

Það getur verið jakkafataklæddi maðurinn sem þú sérð hella í sig brennheitum kaffibolla fyrir allar aldir á meðan aðrir sofa vært.

Það getur verið glaðlynda fóstran sem mætir þér með bros á vör á hverjum morgni þegar komið er með krakkana á leikskólann.

Það getur verið unga móðirin, síkát með lítinn orm á handleggnum.

Það getur verið verkamaðurinn sem stýrir og stjórnar byggingum húsa allan liðlangan daginn.

Það getur verið hver sem er.. hvað veist þú um líðan þeirra?
..Líðan þeirra sem bíta á jaxlinn og bölva í hljóði.. hvað veist þú um hversu illa þeim líður?..
..Hversu mikið þau vildu óska að þau þyrftu ekki aðstoð til að líða vel?..
..Að þau gætu bara vaknað á hverjum morgni og hugsað jákvætt og séð einungis björtu hliðarnar í lífinu..
..Hversu erfitt það er að kyngja því að staðan sé orðin svo slæm að þau þurfa að leita sér aðstoðar?..
..Hversu erfitt það er að viðurkenna vandann og leita aðstoðar, en vera svo skotin niður af þeim sem skipta þau allra mestu..

Það er langt síðan ég áttaði mig á vandanum, áttaði mig á því að ég þyrfti að leita mér aðstoðar.. því þyngslin í brjóstinu voru orðin of mikil fyrir mig að bera ein. Ástæða þess að ég leitaði mér ekki nærri því strax hjálpar var vegna þess að ég vildi að pabbi væri stoltur af mér. Ég vildi að pabbi hugsaði „mikið er ég stoltur af litla barninu mínu“

Ég leitaði mér nýlega aðstoðar, lágt snökt í myrkrinu sem hárréttir aðilar heyrðu! Eftir að ég fann aðstoðina sem mig vantaði þá var mér svo létt, það var eins og þungu fargi hafi verið hrint af mér. Allt í einu var himininn blár og sólin hlý! Ég var glöð.. ég var kát. Ég sá fyrir að nú þýddi þetta að ég þyrfti ekki að „ströggla“ lengur, mér þyrfti ekki að líða illa lengur og nú fengi ég viðeigandi aðstoð.

Gleðiskýinu var fljótt létt þegar pabbi heyrði hvernig staðan var orðin. Honum fannst og finnst asnalegt og óeðlilegt að mér líði illa. Ég hafi það svo gott að mér eigi ekki að líða illa. Og pabba skoðun á öllu geðrænu er sú að maður segi sér að hætta að vera aumingi og taki þetta á hörkunni.

Einhver örlítill barnslegur vonarneisti hugsaði í laumi um hugmyndina að pabbi yrði stoltur af mér að hafa leitað mér aðstoðar. Það er fátt sem ég þrái eins mikið og að heyra pabba segja hátt og innilega
„mikið er ég stoltur af þér“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 klukkutímum

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu

Besta deildin: Víkingar svöruðu vel fyrir sig gegn KA – Danijel með tvennu
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur

Einkunnir Tottenham og Arsenal – Havertz valinn bestur
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári

Öfgaveður kostaði ESB-ríkin 2.000 milljarða á síðasta ári
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“

Stjarnan tjáir sig eftir ótrúlega umfjöllun blaðamanns: Hótar lögsókn og ásakar hann um lygar – ,,Hef aldrei og mun aldrei gera þessa hluti“
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?

Engar mennskar leifar hafa fundist í flaki Titanic – Hvað varð um líkin?

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.