fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Eyjan

Hverju hvíslaði Lilja að Gunnari Braga?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 24. janúar 2019 13:30

Skjáskot af vef RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra gekk upp að Gunnari Braga Sveinssyni, þingmanni Miðflokksins, í þingsal í dag og hvíslaði einhverju að honum. Hún settist síðan aftur niður en fór svo aftur til hans og sagði eitthvað meira við hann. Síðan yfirgaf hún þingsalinn. DV hefur reynt að ná tali af Lilju en án árangurs.

Sjá einnig: Hlustaðu á upptökuna þegar Gunnar, Bergþór og Sigmundur gerðu lítið úr Lilju – „Who the fuck is that bitch?“

Gunnar Bragi mætti aftur til starfa á þingi í dag í kjölfar Klaustursmálsins. Endurkoma hans, sem og Bergþórs Ólasonar, var óvænt og hafa þingmenn talað um að andrúmsloftið sé skrítið. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata sagði:

„Ég verð að viður­kenna að það hef­ur aðeins sett mig úr jafn­vægi að sjá Klaust­urs­menn sitja hér inni í þess­um sal eins og ekk­ert hafi í skorist. En við verðum víst að halda áfram.“

Jón Stein­dór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, tók í svipaðan streng: „Mér þykir nú held­ur skugg­sýnt yfir þingsaln­um í dag.“

Sexmenningarnir á Klaustri létu ýmis ummæli falla um Lilju, var hún meðal annars kölluð „tík“ og „gugga“ sem „spilaði á karlmenn eins og kvenfólk kann“. Í viðtali í Kastljósi viku eftir að DV og Stundin byrjuðu að birta fréttir upp úr upptökunum sagði Lilja að hún hefði upplifað þetta sem ofbeldi.

Sjá einnig: Segir Sigmund, Gunnar og Bergþór vera ofbeldismenn 

Sjá einnig: Lilja: „Yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins eru óafsakanlegar“

Hér fyrir neðan má hlusta á umræðurnar um Lilju Klaustur Bar:

 

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir leit upp þegar hún sá að Lilja var komin.
Lilja settist aftur niður eftir fyrra skiptið.
Hún stóð síðan upp og gekk rösklega að Gunnari Braga.
Skjáskot af vef RÚV.
Lilja yfirgaf síðan þingsalinn.

Hér má sjá myndband af atvikinu á vef RÚV.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum

Svarthöfði skrifar: Nytsamlegir sakleysingjar þjóna hagsmunum ríkustu fjölskyldna landsins og fá brauðmola að launum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni

Þorbjörg Sigríður: Ríkisstjórnin klárar stóru málin – fólk kann að meta breytingarnar sem fylgja stjórninni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur