fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Lilja reið og sár: Segir Sigmund, Gunnar og Bergþór vera ofbeldismenn – Svaf ekki – „Þetta er algjört ofbeldi“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 5. desember 2018 19:04

Lilja D. Alfreðsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á mánudaginn þegar frekari upptökur komu fram, það grófasta, þá bognaði ég. Ég trúði þessu ekki að menn gætu talað með þessum hætti. Ég vek athygli á því að þetta er algjört ofbeldi. Ég svaf ekkert aðfaranótt þriðjudags. Síðan fór ég á ríkisstjórnarfund.“

Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra í samtali við Einar Þorsteinsson. Lilja verður í viðtali í Kastljósi núna á eftir. Ljóst er á viðtalinu að Lilja er bæði reið og sár. Í Kastljósi ræðir hún um hvernig það var að verða vitni að því að heyra á hvaða hátt rætt var um hana á Klaustri þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór Ólason þingmenn Miðflokksins ræddu um hana með grófum hætti og fjallað hefur verið um á DV og Stundinni. Í viðtalinu mun koma fram að hún telji að þingmenn Miðflokksins muni einangrast.

Hún segir að gott hafi verið á milli hennar og Sigmundar og því hafi það sem hafi átt sér stað á barnum komið henni í opna skjöldu. Í viðtalinu spurði Einar hvort hægt væri að fyrirgefa þetta. Svar Lilju var eftirfarandi:

„Nei, ég er svo ofboðslega ósátt við þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”