fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Ákall um tjáningarfrelsi mæðra – „Mæðrum ætti að vera sýndur mikið meiri skilningur og minni dómharka“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 23. janúar 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Charity Bell, móðir sem starfar við fæðingaraðstoð, deildi á Facebook hjartnæmri færslu um mæður sem hefur notið mikilla vinsælda á samfélagsmiðlum.  Færslan er ákall á að mæður geti tjáð sig án þess að foreldrahæfileikar þeirra séu véfengdir. Það er oft vanþakklátt hlutverk að vera móðir og nærumhverfið oft duglegt að dæma mæður við minnsta tilefni án þess að taka tillit til aðstæðna.

Færsla Charity hljómar svona:

Þegar móðir segist þreytt, þá meinar hún aðeins það!
Hún er ekki að segja að hún ætli sér að leggja son sinn frá sér og gleyma tilvist hans.

Þegar móðir segist vilja smá tíma út af fyrir sig, þá meinar hún nákvæmlega það!
Hún er ekki að segja að hún sjái eftir því að vera orðin móðir eða að það hafi verið mistök að eignast barn.

Þegar móðir segist þurfa hjálp, þá meinar hún einmitt það!
Hún er ekki að segja að hún sé vanhæf.

Þegar móðir eldar núðlur í kvöldmat þá þýðir það ekki að hún eldi núðlur hvern einasta dag vikunnar og að börn hennar fái hvorki grænmeti eða kjöt.

Þegar þú heimsækir móður og sérð að allt er í drasli, þá þýðir það ekki að það sé alltaf allt í drasli.

Þegar móðir segist vilja fara út að hitta vini sína þá meinar hún bara það!
Hún er ekki að segja að hún vilji verða einhleyp/barnlaus eða að hún vilji skjóta sér undan ábyrgð.

Þegar móðir segist vera áhyggjufull og hrædd, þá meinar hún bara það!
Hún er ekki að segja að hún muni gefast upp, hvað þá að hún sé heigull.

Þegar þú heyrir móður öskra þá þýðir það ekki að slíkt gerist á hverjum einasta degi.

Atvik eiga sér alltaf stað í ákveðnu samhengi, í ákveðnum aðstæðum. Ekki búa til hálfsannleik til þess eins að dæma, hvað þá til þess að dæma konu sem á hverjum degi fórnar eigin lífsgæðum á meðan hún sér um aðra manneskju sem er henni mikilvægari en hennar eigin velferð. Engin manneskja er færari í því að færa fórnir og gefa af sér en móðir. Mæðrum ætti að vera sýndur mikið meiri skilningur og minni dómhörka.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.