fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Hótelgisting í Reykjavík sú þriðja dýrasta í Evrópu

Auður Ösp
Þriðjudaginn 13. desember 2016 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðalverð á hótelgistingu í Reykjavík er með því hæsta sem fyrirfinnst í Evrópu. Aðeins tvær borgir eru með hærra meðalverð. Þetta kemur fram á vef Túrista.

Nú í desember er meðalverð í Reykjavík fyrir tveggja manna herbergi í eina nótt 22.895 krónur. Til samanburðar má nefna að meðalverðið í Istanbúl er 6.799 krónur og 11.344 krónur í Berlín.

Þegar borin eru saman verð í 51 Evrópuborg er Ísland með þriðja dýrasta meðalverðið en í öðru sæti er Genf í Sviss og þá trónir Monte Carlo á toppnum en þessar eru alla jafna á listum yfir dýrustu borgir heims, ekki bara fyrir ferðamenn heldur einnig íbúa samkvæmt frétt Túrista.

Þá kemur fram að meðalverð á tveggja manna herbergi í Reykjavík hefur hækkað um nærri fimmtung í verði frá því á sama tíma í fyrra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box

Hópslagsmál á Suðurnesjum – Kýldi konu í andlitið sem æfði með honum box
Fréttir
Í gær

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi

Svíar sjá merki um hernaðaruppbyggingu Rússa nærri Finnlandi og Noregi
Fréttir
Í gær

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara

Hinn siðblindi Siggi hakkari flækist inn í stóra lekamálið og Jón Óttar viðrar samsæriskenningu um Helga Seljan og héraðssaksóknara
Fréttir
Í gær

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum

Var ekki nógu þolinmóður við að bíða eftir gluggatjöldunum