fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
FókusKynning

Girnilegur hátíðarmatur á Café Loka

Kynning

Café Loki, Lokastíg 28

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 20. desember 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Café Loki er til húsa efst á Skólavörðuholtinu, á Lokastíg 28, og úr salnum er gott útsýni yfir að Hallgrímskirkju, einu helsta kennileiti Reykjavíkur fyrir erlenda ferðamenn. Café Loki er líka í vissum skilningi ákaflega íslenskur staður og hefur upp á nákvæmlega það að bjóða sem margir ferðamenn sækjast eftir: ekta íslenskan mat.

En Loki er þó ekki síður vinsæll meðal Íslendinga sem gjarnan vilja borða ekta íslenskan heimilismat af fágætum gæðum. Aðventuplatti á Café Loka hefur ýmis ljúffeng sérkenni. Þar er meðal annars tvíreykt hangikjötstartar. Reykinguna annast Gylfi á Skútustöðum en handbragð hans þykir engu líkt. Gylfi reykir einnig silunginn sem er á matseðli Loka en á aðventunni er silungurinn í sparibúningi.

Annað sælgæti á jólamatseðlinum sem margir gestir koma aftur og aftur til að njóta er kanilsíldin sem borðuð er með nýbökuðu, íslensku rúgbrauði. Það sama má segja um rúgbrauðsísinn sem borinn er fram á rúgbrauði, en rjómi og síróp ofan á.

Sjávarréttatartalettur með rækju og humri í hvítvínssósu eru líka vinsælt lostæti á aðventuplattanum.

Mynd: © Jon Pall Vilhelmsson 2015

Á Þorláksmessu, föstudaginn 23. desember, verður síðan skötuveisla á Café Loka frá kl. 11.30 til 14.00.

Café Loki er í eigu Hrannar Vilhelmsdóttur textíllistakonu og eiginmanns hennar, Þórólfs Antonssonar fiskifræðings. Hrönn er með vinnustofu fyrir ofan veitingasalinn en seinni árin hefur þó sífellt meiri vinna farið í veitingareksturinn. Reksturinn á Café Loka er líka skapandi heild þar sem hugað er að hverju atriði. Til dæmis fékk Hrönn listamennina Sigurð Val Sigurðsson og Raffaelu til að teikna og mála glæsilega veggmynd í matsalnum úr Ragnarökum og fleiri sögum úr norrænu goðafræðinni, þar sem meðal annars koma við sögu æsirnir Baldur, Freyja og Loki. Þar með eru tengdar saman göturnar í nágrenninu, Lokastígur, Baldursgata og Freyjugata.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Andrúmsloftið á Loka getur verið afar fjölbreytt því þangað leita jafnt Íslendingar sem útlendir ferðamenn til að njóta íslenskrar matarmenningar. Íslendingar koma einnig gjarnan með erlenda gesti með sér á staðinn.
Drykkjaúrvalið með jólaréttunum er einnig afar íslenskt: íslenskt brennivín og ákavíti og íslenskur bjór, þar á meðal bjórinn Loki sem er sérmerktur fyrir Café Loka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Kynning
23.10.2024

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS

Deilum jólagleðinni með BAUHAUS
Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
Kynning
12.06.2024

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ

Stjarnan og Hekla skína í Garðabæ
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
19.02.2024

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda

Nú er hægt að greiða fyrir bílastæði með Verna appinu án aukagjalda
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri