fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fókus

Hin orðheppna Zsa Zsa

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 23. desember 2016 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Zsa Zsa Gabor lést á dögunum 99 ára gömul eftir langa og erfiða sjúkralegu. Zsa Zsa var kosin ungfrú Ungverjaland árið 1936 og hélt til Hollywood þar sem hún lagði fyrir sig kvikmyndaleik. Hún þótti aldrei sérlega góð leikkona en var eftirminnilegur persónuleiki og gríðarlega orðheppin. Hún gekk níu sinnum í hjónaband og meðal eiginmanna hennar voru hótelerfinginn Conrad Hilton og Óskarsverðlaunahafinn George Sanders. Síðasti eiginmaður hennar var Frédéric von Anhalt prins. Zsa Zsa átti eina dóttur Francescu Hilton sem lést árið 2015, 67 ára gömul. Zsa Zsa vissi aldrei af láti hennar. Eiginmaður hennar hélt því leyndu fyrir henni vegna slæmrar heilsu hennar og viðkvæms tilfinningalífs.

Fegurðardísin gerði iðulega góðlátlegt grín að hjónaböndum sínum. Hér eru nokkur dæmi af mörgum.

Ég hef alltaf verið gift. Þess vegna veit ég ekkert um kynlíf.

Ég trúi á stórar fjölskyldur; hver einasta kona ætti að eiga að minnsta kosti þrjá eiginmenn.

Ég vil mann sem er góður og skilningsríkur. Er það til of mikils mælst af milljónamæringi.

Ég er frábær húsmóðir. Í hvert sinn sem ég yfirgef karlmann held ég húsinu hans.

Ég hef aldrei hatað karlmann nógu mikil til að skila honum demöntunum sem hann gaf mér.

Ástfanginn karlmaður er ófullkominn þangað til hann er kvæntur. Þá er hann búinn að vera.

Ég hef unun af því að skreyta mig með demöntum og fara í fallega kvöldkjóla og koma þannig vinkonum mínum úr jafnvægi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019

Vinsælir þættir snúa aftur – Síðasti þáttur var sýndur árið 2019
Fókus
Í gær

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“

„Nú bíð ég spennt eftir jólabókaflóðinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“

„Olli mér gífurlegum vonbrigðum enda tengdi ég ekkert við sögupersónuna Konráð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn

Mætti með 19 árum yngri kærustuna upp á arminn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin

Birti óræð skilaboðum nokkrum dögum fyrir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“