fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Ef borgarstjóri ber ekki ábyrgð, hver þá?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 12. janúar 2019 08:15

Dagur B. Eggertsson Mynd-Hanna/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sirrý Hallgrímsdóttir, ráðgjafi og pistlahöfundur á Fréttablaðinu, segir að Dagur B Eggertsson borgarstjóri beri ábyrgð á vinsælum málum en embættismenn séu látnir bera ábyrgð á því sem aflaga fer í rekstri borgarinnar. Hún segir síðan: „Árum saman gekk þetta, alveg þangað til ruglið í rekstri borgarinnar var orðið svo mikið að ekki var hægt að horfa fram hjá því.“

Sirrý kallar eftir afstöðu Pírata og Viðreisnar, samstarfsflokka Samfylkingarinnar í borgarstjórn, til braggamálsins og ábyrgðar borgarstjóra:

„En afstöðu Pírata og Viðreisnar var beðið með eftirvæntingu. Miðað við hvernig flokkarnir höfðu talað um erindi sitt í stjórnmálum mátti vænta skýrrar afstöðu, stjórnmálamenn geta ekki skýlt sér bak við embættismenn, þeir bera ábyrgðina. En fulltrúi Pírata í borgarstjórn, Dóra Björt, réttlætti setu Dags í vinnuhópi um viðbrögð við Braggahneykslinu svona: „Mér finnst akkúrat að hann (Dagur) eigi að sitja. Mér finnst það eins og að víkja ráðuneytisstjóra úr vinnu sem tekur á sínu eigin ráðuneyti. Niðurstaðan er ekki sú að Dagur beri ábyrgð á þessu.“

Sirrý spyr: Ef borgarstjóri ber ekki pólitíska ábyrgð á því að lög og reglur eru brotnar og fjármunum borgarbúa sóað, hver gerir það þá?

Leiðrétting

Sirrý gerði þau mistök að eigna Dóru Björt ummæli annarrar manneskju í pistli sínum. Gerði Sirrý eftirfarandið leiðréttingu á Facebook-síðu sinni:

Í bakþönkum dagsins gerði ég mistök og vísaði til ummæla sem ég sagði vera komin frá Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, hið rétta er að það var Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar sem lét þessi ummæli falla. Ég vil því biðja Dóru Björt hér með afsökunar á þessu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki