fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Zsa Zsa Gabor látin

Leikkonan glæsilega hefði orðið hundrað ára á næsta ári

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 19. desember 2016 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hollywood-leikkonan fyrrverandi Zsa Zsa Gabor er látin, 99 ára að aldri, en þetta staðfesti talsmaður leikkonunnar í gærkvöldi.

Gabor var þekkt í Hollywood á sínum tíma og vakti jafnan mikla athygli hvert sem hún fór. Hún var stundum kölluð stjarna B-myndanna í Hollywood og giftist níu sinnum, þar á meðal auðkýfingnum Conrad Hilton og leikaranum George Sanders.

Gabor fæddist í Búdapest í febrúar 1917 þar sem hún hóf feril sinn sem fyrirsæta og leikkona. Hún var kjörin ungfrú Ungverjaland árið 1936 og fluttist til Bandaríkjanna fimm árum síðar, árið 1941. Hún lék í fjölmörgum kvikmyndum um og upp úr miðri 20. öldinni, þar á meðal Moulin Rouge í leikstjórn John Huston árið 1952 sem var hennar fyrsta mynd í Hollywood.

Heilsu Gabor tók að hraka upp úr aldamótum og fékk hún heilablóðfall árið 2005, þremur árum eftir að hafa lent í alvarlegu umferðarslysi þar sem hún lamaðist að hluta. Þá þurfti að fjarlægja hluta af öðrum fótlegg hennar árið 2011.

Gabor eignaðist eina dóttur, Francescu Hilton sem fæddist árið 1947. Hún lést í janúar í fyrra eftir að hafa fengið hjartaáfall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt