fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Wilhelm: „Ríkið rænir ígildi 6 mánaða dvalar á ári til að niðurgreiða greiðslur frá TR“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 30. desember 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Af hverju er fólk að greiða í lífeyrissjóði alla ævi þegar ávinningurinn er nánast enginn?“

Að þessu spyr Wilhelm Wessman sem starfað hefur sem hótelstjóri víða um heim og á Íslandi. Á löngum starfsferli hefur Wilhelm verið almennur launamaður, yfirmaður og atvinnurekandi. Hann tók þátt í að koma lífeyrissjóðakerfinu á þegar það var stofnað og borgaði í lífeyrissjóði í rúmlega 40 ár. Wilhelm telur gróflega brotið á eftirlaunaþegum í dag.

Wilhelm skrifar nýlega pistil á Facebook sem hefur vakið gríðarlega athygli. Þar segir Wilhelm:

Ríkið rænir ígildi 6 mánaðar dvalar á ári af mér á paradísareyju eldriborgara Tenerife.

Það sem verra er þá tekur ASI þátt í því að ákveða hver miklu ríkið má ræna af mánaðarlegri lífeyrissjóðsgreiðslum mínum frá LVR. Í samningunum 2016 sömdu ASI, SA, LEB og Landsamband lífeyrissjóða, sem ættu að vera samtök til að vermda hagsmuni félagsmanna í lífeyrissjóðum á almenna vinnumarkaðinum, um að ríkið mætti aðeins ræna 45% af mánaðarlegum greiðslu minni frá LVR. Er þetta í lagi? Þegar ég tók þátt í að stofna einn af lífeyrissjóðunum á almenna vinnumarkaðinum var það gert til að við sem greiddum í hann hefðum úr meiru að spila á efri árum, en ekki til að niðurgreiða greiðslur TR til eldriborgara.
Þegar lögin um almennatryggingar voru sett 1946 áttu greiðslur frá TR að vera fyrsta stoð, en ekki hækja fyrir lífeyrissjóði (sem ekki höfðu verið stofnaðir) á meðan þeir væru að þroskast og taka síðan við af greiðslum TR. Þannig var það ekki og á ekki að vera.
Ísland skorar nánast lægst allra OECD landanna þegar kemur að hlutfalli greiðslu eftirlauna af VLF aðeins 2,6%. Á hinum Norðurlöndunum eru lífeyrisgreiðslur hins opinbera 5,4-11% af VLF
og nánast óþekkt að lífeyrisjóðsgreiðslur séu skertar.

Við Ólöf erum nýkomin úr þriggja vikna dvöl á Tenerife sem okkur var gefin í tilefni af gullbrúðkaupi okkar 20. ágúst s.l. Tenerife er dásamlegur staður þar sem þjónustustig, aðgengi,viðmót,veður og verðlag uppfylla óskir okkar eldriborgara.
Af gömlum vana leitaði ég upplýsingar um stöðu ferðaþjónustunnar á eyjunni. Fyrir tíu árum var mótuð vel ígrunduð stefna í ferðaþjónustu fyrir næsta áratug. Ég ætla ekki að ræða hana hér, en hún er um margt áhugaverð og fylgja stjórnvöld henni mjög ákveðið eftir.

Hluti af þeim markhóp sem stjórnvöld sóttust eftir voru eldriborgarar. Þar hefur þeim tekist vel upp. Við hittum gamlan, félag sem er eldriborgari í dag og hefur búið í bænum Los Cristianos í átta ár.
Hann sagði að það kostað 100 þúsund krónur að leigja 60-70m2 íbúð með stórum svölum í miðbænum. Þetta verð væri með rafmagni,síma og vatni. Að hans sögn kostar 50 þúsund krónur að lifa á mann á mánuði þegar fólk hefur lært að kaupa inn að hætti innfæddra og að inn í þessari tölu væri að fara út að borða á matsölustöðum heimamanna af og til. Sem sagt 200 þúsund krónur fyrir hjón á mánuði, eða 1,2 miljónir í sex mánuði.
Þetta er nákvæmlega sú upphæð sem ríkið rænir af mér á ári til að niðurgreiða greiðslur frá TR. Þetta þýðir að eftir að hafa greitt í lífeyrissjóð LVR í 45 ár sit ég efir samanlagt með frá LVR og TR 305 þúsund á mánuði eftir skatt.

Vonandi er ljós í myrkrinu og það fari að sjá fyrir endann á því að ég fái stuðningsaðila til að fara í mál við ríkið út af skerðingum. Það hefur oftast verið einmannalegt í þessari baráttu.
Spurningin er hinsvegar af hverju er fólk að greiða í lífeyrissjóði alla ævi þegar ávinningurinn er nánast enginn?

Gleðilegt ár
Wilhelm W.G. Wessman eldriborgari

DEILIÐ DEILIÐ DEILIÐ DEILIÐ DEILIÐ

Wilhelm:„Skilnaður er því eina leiðin til að hækka launin um 60 þúsund á mánuði“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki