fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
433Sport

Sanchez brjálaður út í umdeildan miðil: Þetta er RANGT

Victor Pálsson
Föstudaginn 21. desember 2018 17:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alexis Sanchez, leikmaður Manchester United, hefur ekki þótt standast væntingar hjá félaginu.

Samband hans við Jose Mourinho var ekki talið gott en Mourinho var látinn taka poka sinn á dögunum.

Sanchez var fenginn til United frá Arsenal í janúar og var það Mourinho sem vildi mikið fá sóknarmanninn.

The Sun birti frétt af Sanchez í dag þar sem greint er frá því að hann hafi tekið veðmál við liðsfélaga sína.

Sanchez á að hafa sett 20 þúsund pund undir en hann var viss um að Portúgalinn væri að fá sparkið og veðjaði á það.

Sanchez hefur nú svarað þessari frétt Sun og segir að miðillinn sé að ljúga upp á sig og að þetta hafi aldrei gerst.

Hann segir að leikmenn United standi saman og biður fólk um að sýna virðingu.

,,Þetta er RANGT!!! Jose gaf mér tækifæri á að spila fyrir besta félag heims og ég er bara þakklátur honum,“ skrifaði Sanchez á meðal annars á Twitter.

Færslu hans má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton

City að kaupa 15 ára framherja á 250 milljónir – Faðir hans lék með Everton
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja

Juventus setur þrjá leikmenn á borðið og leyfir United að velja
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“

Mist spennt en stressuð fyrir leiknum – „Við megum ekki gleyma því“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“

Þorvaldur í gír á leikdegi – „Við Íslendingar erum þannig að þetta þjappar okkur saman“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“

Heimsfrægur unnusti Sveindísar mættur til Sviss – „Ég nýt þess að vera með íslensku fólki“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen

Juventus á fullu að reyna að kaupa Sancho en launapakkinn er vesen