Alexander Sorloth, leikmaður Crystal Palace, fær ekki mikið að spila þessa dagana en hann hefur lítið náð að sanna á Englandi.
Sorloth kom til Palace frá Midtjylland í Danmörku í janúar og kostaði félagið níu milljónir punda.
Það hefur gengið erfiðlega hjá Sorloth í úrvalsdeildinni en hann hefur enn ekki náð að skora mark í 19 leikjum.
Hann er þó mikill húmoristi og sendi sínum stærsta aðdáanda skemmtilegt jólabréf á dögunum.
Daniel Vassbund er mikill aðdáandi Sorloth en þeir eru báðir frá Noregi. Vassbund tekur þátt í ‘Fantasy-deild’ úrvalsdeildarinnar þar sem Sorloth hefur verið hans helsta vopn í fremstu víglínu.
Því miður er Sorloth ekki að skila mörgum stigum en þrátt fyrir það þá missir Vassbund ekki trú á sínum manni.
Sorloth skrifaði skemmtilegt bréf til stuðningsmannsins á dögunum og birti hann það á Twitter. Gott grín!
,,Ég skrifa til þín stoltur og ánægður, áreiðanlegir heimildarmenn hafa tjáð mér að ég sé fyrirliðinn þinn og fyrsti kostur í framlínunni í þínu draumaliði,“ skrifaði Sorloth.
,,Ég veit að ég skora ekki mörk eða legg mikið upp eða fæ mikið að spila. Það er því mjög ánægjulegt að fólk hafi enn trú á mér eftir þessi 15 tækifæri á árinu.“
,,Jonas, ég vona að þú getir komið og horft á mig hita upp á tímabilinu. Ég mun ræða við [Roy] Hodgson og passa upp á það að ég verði hlaupandi upp og niður hliðarlínuna ef þú kemur til London.“
,,Ég get reddað þér fríum miðum og ég hef talað við Ednu sem sér um poppið og hún lætur þig fá 15 prósent afslátt af fötu af poppkorni!“
,,Sendu mér skilaboð á Facebook ef þú ákveður að ferðast til Englands.“
,,Þinn vinur, fyrirliði og framherji, Alexander Sorloth.“
Tidenes Secret Santa-gave signert @Asorloth til @jonasantonsen1. ?Vedkommende leder ikke den interne FPL-ligaen for å si det sånn. @Fantasyraadet @WildcardFC pic.twitter.com/BFYSyB2ECc
— Daniel Vassbund (@Smoothedan) 17 December 2018