fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Júlíus Vífill dæmdur í 10 mánaða fangelsi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. desember 2018 12:09

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur verið dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Frá þessu var greint á vef RÚV en þar segir að dómurinn sé skilorðsbundinn til tveggja ára.

Júlíus var ákærður fyrir peningaþvætti og sagður hafa þvættað um 50 milljónir króna í gegnum sjóð, sem hann var rétthafi að ásamt eiginkonu og börnum, í tengslum við viðskipti bílaumboðs Ingvars Helgasonar.

Saksóknari krafðist þess að Júlíus yrði dæmdur í átta til tólf mánaða fangelsi fyrir brotin. Rannsókn á málinu fór af stað eftir afhjúpun Kastljóss á Panamaskjölunum svokölluðu árið 2016.

Í frétt RÚV kemur fram að Júlíus Vífill hafi ekki verið viðstaddur dómsuppkvaðninguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Í gær

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum

Brjálaður og braut rúðu í hamaganginum