fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025

Vinsæl trend heimilisins sem fá að fjúka árið 2019 og þau sem koma í staðinn

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 17. desember 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru ekki nema tvær vikur eftir af þessu ári og styttist hratt í að árið 2019 mæti með öllu því sem það hefur upp á að bjóða.

Margir hafa vanið sig á það að setja sér áramótaheit sem í mörgum tilfellum tengjast einhvern vegin inn á heilsu viðkomandi. Jafnvel að mæta oftar í ræktina, borða hollar eða hætta að reykja. Það eru jú, ákveðin tímamót í hvert skipti sem nýtt ár hefst og því tilvalið að sleppa tökum á fortíðinni og horfa björgum augum á framtíðina.

Það sama gildir oft um heimili fólks sem eiga það til að breytast fljótlega eftir að nýja árið hefst en þá koma gjarnan ný trend og margir henda út þeim gömlu. Bleikt fór á stúfana og sankaði að sér nokkrum trendum sem talin verða „inn“ árið 2019 og þeim sem talin eru fá að fjúka „út.“

INN:

Efni og veggfóður þakin blómamynstri verða inn árið 2019

 

Djúpir og sterkir litir verða áberandi árið 2019. Litirnir skapa dramatík í annars hvítum rýmum heimilisins.

 

Stór og áberandi mynstur verða áberandi í eldhúsum árið 2019.

 

Sjálfbærar, handunnar vörur munu verða áberandi á heimilum árið 2019. Fólk mun fylla heimili sitt af handunnum hlutum sem gerðir eru úr leir, ríspappír og fleiri jarðtengdum efnum.

 

90% hvítt og 10% litur verður áberandi á næsta ári.

 

Boho stíll með tvisti mun verða inn á næsta ári.

 

Djarfir litir á veggjum verða vinsælir á næsta ári. Fólk er farið að þora að mála meira í litum og er hætt að vera eins svart/hvítt og áður.

 

Djörf, svört baðherbergi verða algjörlega málið árið 2019.

 

Dökkar og hlýlegar borðplötur í eldhúsið verða vinsælar. Marmari heldur enn sinni stöðu en ljósar borðplötur fá að fjúka.

 

ÚT:

Kaldir gráir litir sem hafa tröllriðið flestum heimilum undanfarið ár mun fá að fjúka út um dyrnar árið 2019.

 

Þykkblöðungar hafa verið vinsælar plöntur á öllum heimilum árið 2018. Árið 2019 verða plöntur ennþá vinsælar á heimilum landsins en nú færast inn fleiri tegundir heldur en einungis þykkblöðungarnir.

 

Hvítar borðplötur í eldhúsið munu hverfa. Þá sérstaklega ef fólk er líka með hvíta skápa.

 

Það hefur verið agalega vinsælt að finna til gömul húsgögn en sú tíska mun hverfa á næsta ári.

 

Listaverk unnin úr þráðum eru eitt af því sem talin eru að láti sig hverfa árið 2019.

 

Herbergi án lita eða forma verða ekki vel liðin af tískumógúlum árið 2019.

 

Húsgögn úr kopar verða ekki lengur vinsæl árið 2019.

 

Eldhúsinnrétting úr kirsuberjaviði verður ekki vel liðin árið 2019. Ef fólk vill halda í hlýju í eldhúsi sínu ætti það frekar að mála innréttinguna í hlýlegum bláum, gráum eða svörtum lit.

 

Liturinn Rósagull sem hefur gjörsamlega tekið yfir allt og alla undanfarin ár mun láta sig hverfa árið 2019.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína

Sjáðu helstu tilþrif Onana í fyrsta leik í Tyrklandi – Fær mikið lof fyrir frammistöðu sína
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Jafntefli í Kópavogi – Stig sem gerði lítið fyrir bæði lið og ÍBV missir af efri hlutanum

Jafntefli í Kópavogi – Stig sem gerði lítið fyrir bæði lið og ÍBV missir af efri hlutanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir

Ryan Reynolds hjálpar ungri stúlku með krabbamein að upplifa draum sinn – Lagði inn tæpar 2 milljónir
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Framkvæmdastjóri N1: Skortur innviða flöskuháls fyrir rafvæðingu bílaflotans

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.