fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fréttir

Guðbjörg er einstæð móðir og kennari: Sagði upp eftir ákvörðun kjararáðs – ,,Mælirinn fullur“

„Í dag varð mælirinn endanlega fullur“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í dag sagði ég starfi mínu lausu því mælirinn varð endanlega fullur,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir í pistli á Facebook sem hefur vakið mikla athygli. Guðbjörg hefur starfað sem grunnskólakennari og kennt í rúm ellefu ár í Reykjavík. Ástæðuna má rekja hækkun launa til alþingismanna eftir umdeilda ákvörðun kjararáðs. Guðbjörg er einstæð móðir með tvö börn og vinnur þrjú aukastörf til að framfleyta fjölskyldunni.

„Grunnskólakennarar hafa í tvígang fellt kjarasamning á þessu ári og ástæðan er einföld, launin duga ekki til framfærslu. Í dag er ég með 465 þúsund krónur í mánaðarlaun, hækkunin sem nýr samningur bauð mér var um 9 prósent, dreift á þrjú ár. Það þýðir að í mars 2019 yrðu launin mín rétt rúmlega 500 þúsund. Ég vil taka fram að ég er ekki að tala um útborguð laun.“

Vinnur þrjú aukastörf til að framfleyta fjölskyldunni

Þá segir Guðbjörg einnig:

„Nýlega fór fram umræða hjá hópi kennara á samfélagsmiðlum þar sem kom fram að mjög margir kennarar vinna aðra vinnu með fram kennslunni. Ég er þar ekki undanskilin, ég er einstæð með tvö börn í eigin húsnæði og vinn þrjú aukastörf til að framfleyta fjölskyldunni. Ég er ung og hraust og víla það ekki fyrir mér að vinna mikið en það er augljóst að hvorki mér, né nokkrum öðrum er það hollt að vinna svo mikið til lengri tíma litið.

Hér fyrir neðan má lesa pistilinn í heild sinni:

,,Kjararáð hækkaði laun alþingismanna um 350 þúsund krónur í gær, en þeir fengu líka launahækkun fyrr á þessu ári. Samkvæmt samningi sem kennarar felldu hefði ég fengið um 40 þúsund króna hækkun samtals á tímabilinu október 2016 – mars 2019. Hver er sanngirnin í því?

Kennaraskortur er yfirvofandi í grunnskólum landsins og engu að síður er vilji stjórnvalda til að bæta kjör enginn. Álag hefur aukist, verkefnum fjölgað og þau orðið flóknari, en tíminn til að leysa þau af hendi er sá sami og launin standa í stað.

Ég valdi mér kennslu þar sem ég hef mikinn áhuga á að starfa með börnum og unglingum, ég er fær í mínu starfi og það var ekki auðveld ákvörðun að segja upp á miðjum vetri. Það er því með trega sem ég ákveð að hætta í skemmtilegu, krefjandi og gefandi starfi en mér er einfaldlega ekki stætt á því að halda áfram. Ég vona að ráðamenn átti sig á stöðunni áður en það er of seint og því ég vil að börnin mín sem nú eru í grunnskóla, hafi menntaða kennara á næstu árum, það er alls kostar óvíst eins og staðan er núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum

Dæmd sek fyrir að hafa myrt tengdaforeldra sína með eitruðum sveppum
Fréttir
Í gær

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn

Fullyrða að Epstein hafi ekki haldið skrá yfir fræga viðskiptavini og ætla ekki að birta nein gögn
Fréttir
Í gær

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“

Jasmina er búin að fá nóg – „Virðist orðið sjálfsagt að benda á innflytjendur og flóttafólk þegar eitthvað fer úrskeiðis“
Fréttir
Í gær

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“

Inga Sæland harðorð – „Tímabært að beina sjónum að þeim sem misstu völdin og hafa vísvitandi haldið fólki í sárri neyð og þinginu í gíslingu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað

Angist í Texas – 24 látnir og 23 stúlkna enn saknað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga

Ástþór í hatrömmum deilum við meintan svikahrapp vegna gluggaviðskipta – Skrautlegar ófrægingarherferðir á báða bóga
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar

Miklar sviptingar í nýrri borgarstjórnarkönnun – Samfylking stærsti flokkurinn – Sjálfstæðisflokkurinn hrapar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“

Deilt um Jens Garðar – „Ósmekklegt að draga börn inn í pólitíska umræðu“ – „Gríðarlegir hagmunir fyrir manninn og fjölskyldu hans“