fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Kjartan lenti í sjóslysi:- „Ég verð að ná að ná höndinni svo þeir geti saumað hana aftur á“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjartan Þór Kjartansson eða Kjartan á Múla, er vel þekktur meðal hundaeigenda í Facebook-hópnum Hundasamfélagið. Þar deilir hann myndum af Bellu sinni sem er glaðlyndur Golden Retriever. Bella er hamingjusamur hundur og Kjartan er umhyggjusamur eigandi. En sagan af því af hverju Kjartan ákvað að fá sér hund og hvaða stefnu líf hans tók eftir þá ákvörðun er hvort tveggja sorgleg og falleg.

Neðangreint er hluti af stærra viðtali úr helgarblaði DV

Sjómaður frá Vestmannaeyjum lendir í slysi

Kjartan Þór Kjartansson kemur úr Vestmannaeyjum. Hann er kenndur við heimabæinn sinn þar, Múla, Kjartan á Múla, eins og faðir hans á undan honum, og afi hans þar á undan. Kjartan var sjómaður hjá útgerðinni Ós ehf. á skipinu Þórunni Sveinsdóttur VE í um tuttugu ár. „Ég var sjómaður þar til ég slasaðist í janúar árið 2014.“

Kjartan var á sjó þegar hann lenti undir grandarakeðju. „Þarna lá ég undir og man eftir að reyna að grípa klemmdu höndina með hinni því ég hugsaði: „Ég verð að ná að ná höndinni svo þeir geti saumað hana aftur á“.“

Höndin var þó enn föst. Kjartan var vel klæddur, enda kaldur janúar á sjó, og fékk hann aðeins nokkrar skrámur útvortis og að auki voru beinin óbrotin. En innvortis var önnur saga. „Þar fór allt í sundur. Allt sogæðakerfið ónýtt, allar taugar og vöðvinn. Ég gat ekki hreyft fingurna í ár.“

Stöðugur sársauki

Skaðinn var mikill og þótt Kjartan geti í dag hreyft fingurna þá finnur hann stöðugt fyrir miklum sársauka. „Í 59 mánuði hef ég ekki fengið einn einasta dag þar sem ég er verkjalaus.

Ég er búinn að fara í svo margar aðgerðir og meðferðir að þær eru örugglega orðnar á þriðja eða fjórða tug í heildina. Þær voru allar gerðar til að reyna að létta verkina. Þegar slysið varð þá sprakk taugastöð og frá þeirri stöð kemur sársaukinn, þó að ég finni fyrir honum frá höndinni. Allt taugakerfið er brenglað. Ég upplifi til dæmis kulda sem bruna, og ef ég held á hlut í einhvern tíma þá finn ég útlínur hans eftir smá stund í höndinni, sem bruna. Ég á erfitt með að vera í fötum því ég finn til þegar þau nuddast við mig og á dögum eins og þessum þá verð ég einfaldlega að taka ákvörðun um hvort ég vilji finna til vegna þess að fötin nuddast við mig, eða klæða mig minna og finna þá til vegna kulda. Ég finn til á meðan ég sef, finn fyrir sársauka alla nóttina. Sársaukinn stoppar ekki.“

Allar meðferðir og aðgerðir sem Kjartan fer í eru tilraunir til að deyfa sársaukann.
„Ég fer í þessar meðferðir, allt til að reyna að deyfa þetta. Þeir hafa dælt í mig skuggaefni og sett á mig sérstakan chili-plástur með virka efninu í chili-pipar. Plásturinn átti að brenna taugarnar til að tæma taugaboðin en ég upplifði þá svo mikinn sársauka að ég endaði uppi á gjörgæslu. Sársaukinn var að drepa mig. Hjartslátturinn og blóðþrýstingurinn var kominn út fyrir heilbrigð mörk og það þurfti að deyfa mig svo mikið að það hægðist á önduninni. Hjúkrunarfræðingur þurfti að standa við rúmið mitt og minna mig á að anda. Ég lét mig þó hafa þetta í alls fjögur skipti, bara til að eiga möguleika á þremur til fjórum vikum með minni sársauka. En ekkert virkar, sársaukinn fer aldrei. Skaðinn er bara svo svakalega mikill. Ég hef meira að segja farið í  lyfjagjöf þar sem ég fékk ketamín, sem er hrossadeyfilyf. En það virkaði bara í viku.“

Fékk vír í hrygginn

Loksins fundu læknar þó úrræði sem lofaði góðu. „Ég fékk græddan í mig sérstakan vír sem er tengdur við batterí og þræddur í gegnum hrygginn á mér. Ég þurfti að fara út fyrst til að prófa vírinn til að sjá hvort hann hentaði mér. Aðgerðin var gerð með staðdeyfingu þar sem ég þurfti að vera vakandi til að láta lækninn vita hvenær vírinn snerti taugina. Eftir prófunina þurfti ég svo að koma aftur til að láta koma honum fyrir varanlega. Með vírinn í mér fann ég fyrir 80 prósent minni sársauka. En svo færðist hann til og sársaukinn kom aftur. Vírnum var aftur komið fyrir á réttum stað en þegar hann færðist aftur sögðu læknarnir mér að of mikil áhætta væri á að það blæddi inn á mænuna og því væri ekki ákjósanlegt að koma honum aftur fyrir. Ef blæddi inn á mænuna gæti ég lamast eða dáið. Því lét ég, í samráði við læknana, fjarlægja vírinn.“

 

Í helgarblaði DV má lesa meira  um Kjartan Þór og hvernig hundurinn Bella bjargaði lífi hans

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra