fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Samantha er með fæðingarfælni en varð samt ólétt

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samantha Vincenty er ritstjóri samfélagsmiðla hjá Oprah Magazine og þjáist af fæðingarfælni. Hún skrifaði pistil í tímaritið þegar hún var ófrísk af frumburði sínum þar sem hún talar um fæðingarfælni, meðgöngu og hvort að hræðsla fyrir barnsfæðingum sé að aukast. 

„Martraðirnar byrjuðu þegar ég var bara fjórtán ára. Oftast er ég í sjúkrabíl á fleygiferð, tengd við allskyns slöngur og skjái, í öðrum draumum eru hendurnar mínar bundnar fastar við líkamann, undir laki á meðan mér er rúllað á sjúkrabörum niður dimman gang.  Fyrir utan einn til fimm ókunnuga sjúkraflutningamenn er ég alltaf ein. „Þú ert að fara að fæða“ svarar rödd mér eftir að ég spyr hvert verið sé að fara með mig – samtímis lít ég niður og sé risavaxinn magann. Það hefur víst farið framhjá drauma-mér að ég er búin að vera ólétt í marga mánuði og nú er of seint að hætta við, ÉG VERÐ að fæða þetta barn, sem ég bað ekki um, án þess að hafa eitt né neitt um það að segja. Þetta er eins og dauðrefsing og þannig líður mér þar til um mínútu eftir að ég vakna.“

Þessar martraðir voru til marks um ótta sem hún er búin að glíma við í marga áratugi. Tilhugsunin um að fæða barn hræðir hana svo mikið að það veldur henni yfirþyrmandi kvíða. Tvennt virkaði áður til að róa ótta hennar, hún náði alltaf að vakna áður en fæðingin sjálf átti sér stað og hún ætlaði aldrei nokkurn tímann að eignast barn.

„Nema hvað, núna er ég að fara að eignast barn og ég er ekkert minna hrædd við fæðinguna.“

Samantha hafði aldrei nokkurn tímann ímyndað sér að hún gæti eignast sitt eigið líffræðilega barn. Hún hafði ekki átt góða  æsku og vildi ómögulega hætta á að dæma aðra manneskju til sömu örlaga. Eftir að hún varð tvítugt fann hún fleiri ástæður til að vilja ekki börn. Ástæður sem henni fannst líklegra að samfélagið tæki gott og gilt.

„Það er of dýrt, vinnuframi foreldra skaðast og þar eftir götum. Þessar ástæður voru sannar fyrir mér en það var samt aðallega fæðingarfælnin.“

Fæðingarfælni var fyrst skilgreind af ljósmæðrunum Anna Roland-Price og  Zara Chamberlain árið 2000 sem „mikill kvíði eða ótti við meðgöngu og barnsburð sem getur valdið því að sumar konur forðist að verða þungaðar. Þær flokkuðu fæðingarfælni einnig í tvennt, upphaflega fæðingarfælni og afleidda fæðingarfælni. Afleidd fæðingarfælni getur komið í kjölfar fósturláts eða áfalls. Samantha telur sig tilheyra fyrri flokknum.

„Þó ég hafi aldrei verið formlega greind með fælnina þá tengi ég mikið við skilgreininguna á upphaflegri fæðingarfælni. Hún kemur oft fram á unglingsárunum.“

Í næstum tuttugu ár var Samönthu sagt að hún myndi dag einn skipta um skoðun en hún gaf lítið fyrir þau ummæli. Hún ætlaði aldrei að eignast börn og gat ómögulega séð fram á nokkra ástæður til að skipta um skoðun.

„Eftir að ég varð þrítug varð ég ástfangin af nördalegum, þolinmóðum bjartsýnismanni og þá fannst mér ég staða mín í heiminum tryggari. Hver einasti dagur með honum er eins og skapandi list og eftir sex dásamleg ár kom hann heim úr skíðaferð með hóp af hamingjusömum feðrum og spurði hvort ég að ég væri tilbúin fyrir annars konar samstarf milli okkar.“

Skyndilega fann Samantha fyrir yfirþyrmandi löngun til að hitta það barn sem þau gætu eignast saman. Það nægði til að ryðja efasemdum hennar úr vegi og hún samþykkti að reyna að verða þunguð. Hún varð þunguð strax eftir fyrstu tilraun.

„Þar til læknirinn tilkynnti mér að að ég væri ólétt vissi ég ekki að hjartað gæti sungið og sokkið samtímis.“

Eftir að Samantha varð ólétt fór hún að fá athugasemdir frá kunningjum og ókunnugum á borð við „Vá hvað þú ert stór“, og „Vonandi ertu tilbúin fyrir það stórkostlegasta og erfiðasta sem þú hefur nokkurn tímann gert.“. Þess konar athugasemdir trufluðu hana lítið en athugasemdir þar sem fólk vildi ólmt deila með henni erfiðum fæðingarsögum fóru mikið fyrir brjóstið á henni. .

Samantha er meðvituð um að fæðingarfælni sé ekki mjög rökrétt. En þó er það raunveruleiki margra kvenna að meðganga og barnsburður feli í sér mikla áhættu. Samkvæmt rannsóknum er ekkert annað iðnríki með jafn háa tíðni á andlátum tengdum meðgöngu og barnsburði og Bandaríkin. Orsökin er einkum rakin til vanbúinna spítala og illa fjármagnaðri mæðravernd. Svartar mæður eru sérstaklega í áhættu  en þær eru þrisvar til fjórum sinnum líklegri til að láta lífið á meðgöngu eða í barnsburði en hvítar konur. Talið er að um 60 prósent slíkra andláta, bæði meðal hvítra og svartra mæðra, hafi verið hægt að fyrirbyggja. Þessar staðreyndir voru til þess fallnar að auka ótta Samönthu mikið.

„Samfélagsmiðlum hefur einnig verið kennt um aukinn ótta við barnsburð. En sú kenning tekur ábyrgðina af ameríska heilbriðgskerfinu og færir hana yfir á konur. Já við búum á tímum stafrænna upplýsinga sem eru ekki alltaf sannreyndar, en þegar kemur að heilbrigðismálum má færa rök fyrir því að „googla það ekki“. En það er skiljanlegt að konur sem ekki finna pláss til að ræða um hræðslu við til dæmis hríðar, snúi sér að twitter og spjallborðum.“

Samantha telur það misskilning að óttinn við barnsburð sé að aukast. Hún telur líklegra að aukinn vitundarvakning sé að eiga sér stað um vandann og konur séu óhræddari við að tjá sig um hann.

„Mér er illa við að nota orðið fælni því mér finnst það leggja ábyrgð á herðar kvenna og valda því að þeim finnist þær vera að gera eitthvað vitlaust.“ Sagði Lee Roosevelt prófessor í hjúkrunarfræði við Háskólann í Michigan við Samönthu og bætt svo við„Það stendur líka upp úr fyrir mér hversu algengt það er að konur sé hræddar við læknana sína og óttist að verða fyrir vanvirðandi meðferð á fæðingarstofunni.“

Roosevelt , sem jafnframt er ljósmóðir, er ein fárra Amerískra rannsakenda sem hefur rannsakað þetta efni, hún bendir á að eldri rannsóknir hafi aðallega beinst að vel menntuðum hvítum konum. Hún staðfestir að upp að mismunandi marki sé fæðingarfælni mun algengari heldur en samfélagið geri sér grein fyrir.

„Ég vildi óska þess að óttinn minn fengi skilning frá fleiri læknum.“

Allir þeir læknar sem Samantha leitaði til með ótta sinn komu með sömu tillöguna. Afhverju færi hún ekki bara á fæðingarnámskeið?

„Í hvert skiptið útskýrði ég, meðvituð um að það að hafna frekari upplýsingum er hvorki praktískt né árangursríkt, að á fæðingarnámskeiði gæti ég þurft að horfa á grófar myndir eða lýsingar af því hvernig mænudeyfing er framkvæmd.“, segir Samantha en bæði tilvikin, mænudeyfing og myndir eða myndskeið af fæðingu eru atriði sem valda henni kvíða.

Hmmm hvað með einkanámskeið þá?“ spurði einn læknirinn mig á 33. viku. Þá brotnaði ég saman.“

Reið yfir að enginn hlustaði á hana fór Samantha að örvænta. Hún örvænti því að engin úrræði stæðu henni til boða. Einn læknirinn afhenti henni þó lista yfir meðferðaraðila sem hún gæti rætt við um væntanlega fæðingu. Þá vaknaði með henni von um að loksins myndi einhver hlusta á hana og ræða við hana um raunhæf úrræði. Samantha leitaði til félagsráðgjafa sem hafði sérhæft sig í málum tengdum meðgöngu og fæðingu.

„Hún fullvissaði mig um að þó að fælnin mín væri mér sérstaklega lamandi þá hefðu hún unnið með mörgum konum sem leið nákvæmlega eins. Eftir að ég sagði henni frá martröðunum og fælni minni við fæðingarnámskeiðið þá kom hún stakk hún upp á  úrræðum.“

Eitt  úrræðið var að fara yfir öll þau atriði tengd meðgöngu Samönthu og væntanlegri fæðingu, gefa þeim einkunn frá 1-10 eftir því hversu mikinn kvíða þau vöktu henni og síðan fara yfir hvert atriði og reyna að vinna á kvíðanum. Samantha er þakklát fyrir að hafa staðið til boða þetta úrræði en bendir þó á að það er ekki aðgengilegt mæðrum úr öllum stéttum samfélagsins.

„Það er enn þörf fyrir aðgengilegum stuðningsnetum, meira pláss fyrir konur til að deila jákvæðum og neikvæðum fæðingar reynslum og heilbrigðiskerfi sem er menntað í því hvernig skuli hlusta á og meðhöndla konur sem eru haldnar hræðslu við barnsburð.“

Þegar Samantha skrifaði pistilinn voru aðeins fjórar vikur í settan dag. Ótti hennar hefði strax minnkað eftir aðeins tvo tíma með félagsráðgjafanum.

„Ég er ekki stödd í draumi lengur. Þegar ég fer af stað þá verð ég ekki ein í sjúkrabíl eða á gangi sjúkrahúss. Núna þegar ég legg hendurnar á bumbuna mína þá reyni ég að sjá fyrir mér að vera komin með litla manneskju í fangið eftir tvo mánuði, hinum megin við fæðinguna.“

 

 

https://www.instagram.com/p/BnhhM_jALrH/?utm_source=ig_web_copy_link

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum

Byrjunarlið KR og Breiðabliks – Ísak og Patrik á bekknum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri

Hákon fékk mínútur í gríðarlega mikilvægum sigri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

England: Frábær fyrri hálfleikur tryggði Arsenal þrjú stig í stórleiknum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.