fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Fókus

Crowe í hjónaband?

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. nóvember 2016 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórstjarnan Russell Crowe gæti verið á leið í hjónaband. Nýja konan í lífi hans er sögð vera Terri Irwin, ekkja sjónvarpsmannsins Steve Irwin. Slúðurblöð fullyrða að þau hafi sagt nánum vinum frá sambandi sínu og geti vel hugsað sér að ganga í hjónaband. Terri missti mann sinn fyrir tíu árum. Hann var náttúruverndarsinni og umsjónarmaður dýragarðs í Ástralíu. Hann öðlaðist mikla frægð fyrir þætti sína The Crocodile Hunter sem hann sá um ásamt eiginkonu sinni. Dauði hans varð heimsfrétt en hann lést við upptöku á þætti sínum þegar stingskata stakk hann í hjartastað. Terri er náttúruverndarsinni og rithöfundur. Hún er fædd í Bandaríkjunum en býr í Ástralíu. Hún á tvö börn og er jafn gömul Crowe, 52 ára. Hvorugt þeirra hefur staðfest fréttir um ástarsamband, en þau hafa verið vinir í mörg ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum

Segir að fólk noti þetta saklausa forrit til að halda framhjá – Það er í öllum iPhone símum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig

Skaðlegt þegar fólk lætur eins og það sé með OCD því það vill hafa snyrtilegt í kringum sig