fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Pressan

Sakleysisleg ljósmynd föðursins af dótturinni varpaði ljósi á alvarlegt mál

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. desember 2018 08:10

Izzy sofandi í rólunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar foreldrar Izzy Fletcher voru með hana á leikvelli fyrir um ári síðan, þegar hún var tæplega tveggja ára, varð hún eins og svo oft mjög þreytt og dottaði þar sem hún sat í rólu með dúkkuna sína. Faðir hennar, Dave Fletcher, tók þá meðfylgjandi ljósmynd af henni en grunaði ekki að myndin varpaði ljósi á alvarlegt mál.

„Hún var syfjuð og sofnaði en ég hugsaði ekki svo mikið út í það. Mér fannst þetta sætt og tók myndina.“

Sagði Dave í samtali við The Sun.

„Það var ekki fyrr en eftirá sem við áttuðum okkur á að þetta var eitt einkenna sjúkdómsins og það sem ég tók mynd af sýndi alvarlegan hlut. Hún hafði verið þreytt, hafði fengið kvef og vírusa og töluvert af marblettum á fótleggina. En við tengdum þetta allt við eðlilega æsku með smá slysum og sjúkdómum.“

Sagði Dave.

Í janúar fékk Izzy útbrot og sýkingar og var að lokum lögð inn á sjúkrahús í Worcesterskíri á Englandi. Hún var síðan greind með banvænt afbrigði af hvítblæði. Hún hefur nú farið 570 sinnum í lyfjameðferð. Læknar reikna með að hún verði í meðferðum fram í maí á næsta ári.

Foreldrar hennar ákváðu að birta myndina og segja sögu sína til að vekja athygli foreldra á sjúkdómum sem þessum og hvetja þá til að fylgjast með svefnmynstri barna sinna.

Izzy fékk Cancer Research Star Award verðlaunin nýlega fyrir baráttu sína gegn þessum skelfilega sjúkdómi.

Izzy sýnir stolt verðlaunin sem hún fékk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist

Það sem virtist vera sorglegt umferðarslys breyttist í morðrannsókn – Lá í dái í þrjá mánuði og sagði lögreglu hvað gerðist
Pressan
Fyrir 2 dögum

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð

Efnuð hjón töldu sig hafa fundið draumabarnapíuna en hún reyndist vera þeirra versta martröð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði

Ætlaði að koma fyrrverandi kærustunni á óvart og faldi sig inn í skáp – Það endaði með blóðbaði
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum

Læknar voru sannfærðir um að hann væri á eiturlyfjum, þangað til þeir kíktu í eyrað á honum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir

Ráðgáta í Tsjernóbíl: Flækingshundarnir orðnir bláir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu

Mættu til að handtaka fjölskylduföður fyrir alríkissvik – Höfðu ekki hugmynd um hryllinginn sem leyndist á heimilinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu

Kínverskir ríkisborgarar handteknir – Reyndu að kaupa úraníum í Evrópu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar

Segir hjartaknúsarann hafa verið vandræðalegan vegna meðgöngu sinnar