Veitingastaðurinn Caruso ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum, enda afar vinsæll og virtur veitingastaður í höfuðborginni. Caruso hefur verið rekinn af hjónunum José Garcia og Þrúði Sjöfn Sigurðardóttur í fimmtán ár og hafa þau ætíð lagt mikið upp úr góðu og fersku hráefni og ljúffengum mat með Miðjarðarhafsívafi.
Kósýkvöld með Eyfa á Caruso
Okkar ástsæli söngvari og listamaður Eyjólfur „Eyfi“ Kristjánsson leikur og syngur íslenskar dægurperlur á meðan tónleikagestir njóta ljúffengrar þriggja rétta máltíðar. Kósýkvöldin verða fimmtudagskvöldin 13. desember á Caruso í Austurstræti og 20. desember á Caruso Harbor. Matseðillinn er ekki af verri endanum og munu kokkar Caruso framreiða guðdómlegar súpur, ljúffenga kjöt- og fiskrétti og dýrindis eftirrétti af sinni einstöku list. „Þetta verður sannkölluð jólastund og stemingin verður einstaklega skemmtileg og notaleg,“ segir José.
KÓSÝMATSEÐILL: verð kr. 8.990.-
Forréttir
Humarsúpa að hætti Caruso
Nauta Carpaccio
Sniglar
Aðalréttir
Sjávarréttarisotto
Ofnsteiktur lax
Grilluð lambakóróna
Glóðarsteikt nautalund
Eftirréttir / Desserts
Fljótandi súkkulaðikaka Caruso
Crème brûlée
Sögulegt húsnæði
Annars vegar er Caruso staðsettur í Austurstræti í fallegu húsi sem var upphaflega byggt árið 1801, eyðilagðist í eldsvoða árið 2007 og var svo endurreist. „Það eru fjögur ár núna í desember síðan við fluttum í Austurstrætið og líkar okkur afar vel að vera þar. Andrúmsloftið er afar rómantískt og á Caruso er hægt að ganga að góðum mat, hlýlegri þjónustu og huggulegu andrúmslofti og þess vegna koma gestirnir aftur og aftur. „Það er hálfpartinn eins og húsnæðið umvefji mann og staðsetningin er náttúrlega frábær,“ segir José.
Útsýni yfir höfnina
Caruso Harbor er hins vegar staðsettur á gamla hafnarbakkanum í glæsilegu húsnæði. „Húsið heitir Sólfell og var byggt árið 1921 af Th. Thorsteinsson fyrir saltfisksverkun. Saga hússins, dásamlegt útsýni yfir höfnina og notalegt andrúmsloft skapar ógleymanlega upplifun hjá gestum okkar,“ segir Jose.
Caruso, Austurstræti 22, 101 Reykjavík
caruso.is/home/
Sími: 562-7335
Tölvupóstur: caruso@caruso.is
Opnunartími:
Mán.–fim: 11.30–22.30, fös: 11.30–23.30, lau: 12–23.30 og sun: 17–22.30
Caruso Harbor, Ægisgarði 2, 101 Reykjavík
caruso.is/vidhofnina/
Sími: 512-8181
Tölvupóstur: carusoharbor@caruso.is
Opnunartími: Mán.–fim: 11.30–22, fös.–lau: 11.30–23.30 og sun: 12–22
Nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu staðarins.