fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Skiptar skoðanir um viðbyggingu Stjórnarráðsins: „Það eina sem er gott við þetta hús er að það sést illa frá götunni“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 4. desember 2018 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sitt sýnist hverjum þegar kemur að arkitektúr, ekki síst í miðbænum, þar sem mikil uppbygging hefur verið síðustu ár. Í gær voru efstu þrjár tillögurnar um nýja viðbyggingu Stjórnarráðsins kynntar. Fyrstu verðlaun hlutu Ásmundur Hrafn Sturluson og Steinþór Kári Kárason hjá KURTOGPÍ og Garðar Snæbjörnsson, Jóhanna Høeg Sigurðardóttir og Ólafur Baldvin Jónsson.

Jóhannes Þór Skúlason

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og fyrrverandi aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, er ekki par hrifinn af sigurtillögunni. Um húsið segir Jóhannes:

„En svona í alvörunni, hvað er flókið við að byggja annað hús í sama stíl aftan við íkonískasta hús miðbæjarins? Seriouslý? Var þetta teiknað í Austur-Þýskalandi um 1980? Þetta er ekki í neinu samhengi við neitt á þessu svæði. Bara ekkert! Það eina sem er gott við þetta hús er að er að það sést illa frá götunni. Nákvæmlega svona rugl er ástæðan fyrir því að Lækjargötusvæðið átti að vera fyrsta verndarsvæðið í byggð þegar lögin tóku gildi.“

 

 

Í svipaðan streng tekur Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður:

„Ég veit það ekki.Stjórnarráðið og Hverfisgata 6 eru ólík hús og er hálfgert brjálæði að setja hús með þriðja stílnum á milli í stað byggingar sem dregur svipmót sitt af öðru hvoru húsanna. Og af hverju þarf endilega að planta húsi á þennan litla reit í stað þess að þetta sögufræga hús fái að njóta sín eitt og sér?“

 

 

Ragnar Önundarson, viðskiptafræðingur, líkir húsinu við þekktan söngleik:

„Af einhverjum ástæðum kemur ,,litla hryllingsbúðin” upp í hugann.“

 

 

 

Alþingi samþykkti ályktun í október 2016 þar sem m.a. var kveðið á um að fela ríkisstjórninni að efna til samkeppi um hönnun viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið og skipulag Stjórnarráðsreits. Þingsályktunin var samþykkt í tilefni aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018.

Framkvæmdasýsla ríkisins hefur annast framkvæmd samkeppninnar fyrir hönd forsætisráðuneytisins. Alls bárust þrjátíu tillögur um hönnun viðbyggingar við Stjórnarráðshúsið og átta tillögur í samkeppnina um skipulag Stjórnarráðsreits.

Hér má sjá bækling um viðbyggingu Stjórnarráðsins
Hér má sjá bækling um Stjórnarráðsreit 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki