fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Ekki gert ráð fyrir rafmagnsbílum á Hafnartorgi – í nýjasta og stærsta bílakjallara landsins

Egill Helgason
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 20:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttaskýringaþátturinn Kveikur fjallaði um rafbílavæðingu í gærkvöldi. Hún gengur í raun furðu hægt fyrir sig á Íslandi – ef miðað er til dæmis við Noreg. Í þættinum sagði að við á Íslandi værum ekki tilbúin fyrir rafbílavæðingu.

Undir hinu nýbyggða Hafnartorgi í Reykjavík verða 1160 bílastæði. Ætli það sé ekki örugglega stærsta bílastæðahús landsins? Það verður opnað um áramótin. Menn greinir reyndar á um hversu góð hugmynd það er frá skipulags- og umhverfissjónarmiði, en það er semsagt gert ráð fyrir að fólk komi á bílum til að versla á Hafnartorgi – rétt eins og um Kringluna eða Smáralind væri að ræða.

En svo eru líka stæði fyrir íbúana í húsunum. Þau verða leigð út – sagt er að þau dýrustu muni kosta um 70 þúsund krónur á mánuði.

Annað vekur athygli. Í frétt sem birtist í Morgunblaðinu um daginn og fjallaði um þessi miklu mannvirki segir beinlínis að ekki sé gert ráð fyrir því að hægt sé að hlaða rafmagnsbíla í þessum gríðarlegu bílakjöllurum.

„Það fylg­ir öll þjón­usta með þess­um stæðum en það er ekki gert ráð fyr­ir raf­hleðslu eða neinu slíku,“ segir rekstrarstjóri hússins í fréttinni.

Nú spyr maður – gleymdu menn því að ætlun stjórnvalda er að rafbílar verði regla fremur en undantekning innan fárra ára, er umhverfisvitundin svona slöpp eða var bara verið að spara?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki