fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Eyjan

Óttast að WOW geti ekki staðið í skilum um næstu mánaðarmót

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 28. nóvember 2018 07:45

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur flugvéla, sem WOW air er með í rekstri, hafa áhyggjur af að ekki verði af samruna WOW og Icelandair og að félagið geti ekki staðið í skilum um næstu mánaðarmót þegar það hefur greitt starfsfólki sínu laun. Þessi félög sérhæfa sig í fjármögnun og útleigu flugvéla. Þau eru sögð tilbúin til að grípa til aðgerða ef misbrestur verður á greiðslum.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Blaðið fjallar um bréfið sem Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, sendi skuldabréfaeigendum félagsins í gær. Í því kom fram að fyrrgreindir eigendur flugvélanna fylgist náið með stöðu WOW og krefjist nú strangari greiðsluskilmála en áður og það hafi neikvæð áhrif á sjóðsstreymi félagsins. Morgunblaðið segir að bréf Skúla setji þrýsting á skuldabréfaeigendur um að liðka fyrir kaupum Icelandair á WOW air.

Kröfuhafar og leigusalar WOW air þurfa að gefa ákveðnar kröfur eftir og liðka fyrir breyttum skilmálum til að Icelandair geti keypt félagið. Ef það verður ekki gert er að sögn Morgunblaðsins ósennilegt að hluthafar Icelandair Group muni samþykkja yfirtöku á WOW air á hlutahafafundi sem haldinn verður á föstudaginn.

Samkvæmt frétt Markaðarins leitar WOW nú allra leiða til að bæta lausafjárstöðu sína og hefur meðal annars skoðað að selja lendingarstæði sín á Gatwick-flugvellinum í Lundúnum en þau eru mjög verðmæt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna

Nína Richter skrifar: Þessir fokking baráttudagar kvenna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið

Reynir Traustason: Tók bara utan um stefnuvottinn og þakkaði honum fyrir að koma með bréfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar

Orðið á götunni: Árvakur vill kaupa fjölmiðla Sýnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann

Nýir lánaskilmálar í kjölfar hæstaréttardóms stórkostlegt tækifæri fyrir Seðlabankann
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig

Nína Richter skrifar: Þegar Hailey Bieber seldi mér sjálfa mig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála

Orðið á götunni: Leiðtogar fylkinga Sjálfstæðisflokksins yfirbjóða hvor annan í stóryrðum vegna bensínlóðamála
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku

Benedikt Gíslason: Arion banki er minnsti kerfislega mikilvægi bankinn á Norðurlöndum – mikil tækifæri í sameiningu við Kviku
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm

Orðið á götunni: Enn bullar Binni blanki – verður að líta í eigin barm