fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Malín og Hlín ákærðar

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 3. nóvember 2016 18:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlín Einarsdóttir og Malín Brand gætu átt yfir höfði sér nokkurra ára fangelsisvist fyrir tilraun til að reyna fjárkúga Sigmund Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi forsætisráðherra. Þær hafa verið ákærðar í fjárkúgunarmálinu svokallaða en málið verður þingfest 14. nóvember. Rúv greinir frá.

Í DV 2. Júní 2015 sagði að Malín og Hlín hefðu verið handteknar um hádegisbil í Hafnarfirði í byrjun mánaðarins. Þær voru grunaðar um að hafa sent bréf í pósti heim til forsætisráðherra og krafist þess að hann greiddi þeim tiltekna fjárupphæð. Enn fremur var tilgreint að fjármunina ætti að skilja eftir á ákveðnum stað sunnan Vallahverfis í Hafnarfirði. Þar handtók lögreglan Hlín og Malín.

„Ég var langt niðri á þessum tíma og glímdi við miklar geðraskanir,“ sagði Hlín Einarsdóttir í samtali við DV þann 19. júní 2015. Í viðtali DV sagði:

„Var þetta allt Hlín að kenna? Stóð hún ein í þessu öllu saman og var systir hennar, Malín Brand, sem handtekin var ásamt Hlín, óvart dregin inn í þessa atburðarás sem hún „… hvorki skipulagði né tengdist á nokkurn hátt nema fjölskylduböndum,“ eins og fram kom í yfirlýsingu hennar til fjölmiðla?

„Nei, það er ekki satt. Hún kom að báðum þessum málum alveg jafn mikið og ég. Það eru hrein ósannindi af hennar hálfu að ég hafi ein staðið í þessu og að hún hafi einhvern veginn dregist inn í þetta út af mér. Það segir sig bara sjálft þegar hún kemur með mér í Hafnarfjörð að sækja töskuna.“

Sagði Hlín að hugmyndin hefði kviknað eina kvöldstund í maí þegar Malín gisti hjá henni.

„Malín átti í miklum fjárhagserfiðleikum og ég líka. Þessi hugmynd kom út frá þessari stöðu sem við vorum í. Malín gisti hjá mér eitt kvöldið og þessi hugmynd kviknaði,“ sagði Hlín um upphafið að hótunarbréfinu sem sent var eiginkonu forsætisráðherra.

Í frétt Rúv kom fram að Hlín vildi ekki tjá sig og ekki náðist í Malín Brand. Þá kvaðst varahéraðssaksóknari ekki getað tjáð sig.

Malín Brand steig fram í viðtali og kenndi systur sinni um þessa súrrealísku atburðarás sem fór af stað í apríl í fyrra og lauk með handtöku þeirra í hrauninu í Hafnarfirði.

Sigmundur sendi frá sér yfirlýsingu á sínum tíma vegna málsins og var hún svohljóðandi:

„Fyrir skömmu barst eiginkonu minni hótunarbréf með afskaplega óskemmtilegum texta þar sem látið var í veðri vaka að ég og venslafólk mitt værum þátttakendur í einhvers konar samsæri um rekstur fjölmiðlafyrirtækis.

Allt var málið hið leiðinlegasta, fyrir alla hlutaðeigandi, og viðbrögð við því hafa verið á ýmsa lund. Ég hefði þó ekki trúað því að óreyndu að formaður eins stjórnmálaflokks og þingflokksformaður annars myndu leggjast svo lágt að reyna að nýta sér hótanir í garð ættingja annars stjórnmálamanns í pólitískum tilgangi, eins og nú hefur gerst. Þótt ég og aðrir höfum þegar svarað málinu afdráttarlaust þykir þeim sér sæmandi að taka undir textann í hótunarbréfinu og dylgja þannig um leið um venslafólk mitt sem hafði þó liðið nóg fyrir stjórnmálaþátttöku mína. Það er ljóst að þessir þingmenn Pírata og Bjartrar framtíðar eru reiðubúnir að innleiða nýja tegund af lágkúru í íslensk stjórnmál og tal þeirra um nýja og betri stjórnmálamenningu reyndist ekki annað en öfugmæli.

Það má svo ítreka að ég hafði ekki nokkra einustu aðkomu að eigendaskiptum á DV og veit ekkert um aðdraganda og gang þeirra mála, annað en það sem fram hefur komið í fjölmiðlum.“

Málið verður þingfest 14. nóvember eins og áður segir.

Frétt RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum