fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Pólverjar á Íslandi undrandi yfir furðulegum ljósum á himni – Sjáðu myndirnar

Fókus
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 14:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fátt er eins umtalað meðal Pólverja á Íslandi um þessar mundir og furðuleg ljós á himnum sem fjöldi þeirra hefur náð að festa á ljósmynd. Á Facebook er stór hópur þar sem Pólverjar á Íslandi ræða sín á milli, Polacy na Islandii.

Undanfarna daga hafa nokkrir Pólverjar þar deilt myndum af himinhvelfingunni. Á þeim myndum má ýmist sjá nokkurs konar slikju, sem minnir nokkuð á norðurljós, eða einfaldlega ljós á himni. Hér verður ekki reynt að útskýra hvað veldur þessu þó líklegt sé að slikjan sé einfaldlega ljós frá tunglinu að skína bak við ský.

Þeir sem taka þátt í umræðunum eru flestir á einu máli: Að hér sé um að ræða geimverur. Í það minnsta kemur orðið UFO oft fyrir í textanum sem er augljóslega allur á pólsku og því illskiljanlegur. Ekki er þó ólíklegt að sumir séu að grínast. Hvað sem því líður þá er forvitnilegt að svo margir Pólverjar – í það minnsta um tíu manns deila myndum af þessu – hafi séð þessi ljós meðan lítið hefur farið fyrir þessu meðal Íslendinga á samfélagsmiðlum.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir af ljósinu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu