fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Sunna Elvíra opnar sig um kvöldið örlagaríka: „Kannski hrasaði ég, kannski gekk ég í svefni“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. nóvember 2018 10:48

Sunna Elvira Þorkelsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sunna Elvíra Þorkelsdóttir rifjar upp á Facebook kvöldið örlagaríka þegar hún lamaðist. Hún segist enn ekkert muna en vill þó ítreka að hún telji að fyrrverandi eiginmaður hennar, Sigurður Kristinsson, hafi ekkert komið nálægt því.

„Að gefnu tilefni langar mig að koma því á framfæri og ítreka það sem ég hef sagt áður að ég trúi því staðfastlega að Sigurður Kristinsson fyrrverandi eiginmaður minn og barnsfaðir hafi ekki átt neinn þátt í slysinu kvöldið örlagaríka þegar ég féll á milli hæðanna,“ segir Sunna Elvíra og vitnar í frétt Vísis um að lögregla rannsaki fall hennar enn.

Hún bætir við að þó hún segist ekkert muna þá vill hún láta staðar numið. „Þetta var bara hörmulegt slys. Kannski hrasaði ég, kannski gekk ég í svefni en Siggi kom þar hvergi nærri. Ég hef reynt að endurheimta minningar en án árangurs og hef ákveðið að láta staðar numið þar og halda áfram veginn,“ segir Sunna Elvíra.

Eins og frægt er orðið slasaðist Sunna Elvira alvarlega þegar hún féll fram af svölum á þáverandi heimili sínu í Malaga-borg á Spáni í janúar á þessu ári. Hvað átti sér stað ytra liggur ekki fyrir en afleiðingarnar voru skelfilegar. Sunna Elvira þríhryggbrotnaði við fallið og fékk að lokum þann úrskurð að hún væri lömuð til lífstíðar. Þjóðin fylgdist síðan agndofa með baráttu hennar og aðstandenda fyrir því að fá sómasamlega heilbrigðisþjónustu ytra og ekki síður að hún fengi ferðafrelsi til Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“

Nuddstofa Mariu býður upp á eistnanudd – „Þetta er alveg eðlilegt, ég þurrka þetta bara og spyr hvort allt sé í lagi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“

Dagur og Hildur tókust á um bensínstöðvalóðirnar – „Fullkomin vanhæfni, ábyrgðarleysi, fúsk og kæruleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans