fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Fréttir

„Það er búið að stela húsinu okkar“ – Ótrúlegt en satt

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. febrúar 2018 06:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan er vön að fá tilkynningar um eitt og annað, eiginlega allt á milli himins og jarðar, og því fátt sem kemur lögreglumönnum á óvart. En það getur þó komið fyrir að þeir verði hissa og það átti svo sannarlega við þegar lögreglunni í Texas í Bandaríkjunum barst símtal nýlega frá hjónunum Jo og Lonnie Harrison.

„Ég veit að þetta hljómar skringilega en ég vil gjarnan tilkynna um þjófnað á húsi.“

Svona lýsti Jo samtali sínu við lögregluna í Madisonsýslu og bætti við:

„Þeir voru mjög hissa og sögðu: Hús?“

Hjónin keyptu á síðasta ári jörð með litlu eins herbergis sumarhúsi í Madisonville í Madisonsýslu í Texas. Þau höfðu ekki komið í húsið síðan í haust en fóru þangað á föstudaginn en brá þá mikið því húsið var horfið.

„Húsið var ekki á sínum stað. Það eina sem ég sá voru rör, sem stóðu upp úr jörðinni. Húsið var algjörlega horfið.“

Miami Herald segir að lögreglan hafi hafið rannsókn á málinu og að svo virðist sem Harrison hjónin séu fórnarlömb fjárhagsvandræða fyrrum eiganda hússins. Hann hafði fengið margar greiðsluáskoranir, vegna ógreiddra skulda, áður en hann seldi Harrison hjónunum jörðina og húsið en sagði þeim ekki frá því. Þau keyptu síðan jörðina og húsið með en skuldamálum fyrri eiganda var ekki þar með lokið því lánadrottnar mættu á svæðið og tóku húsið með öllu sem í því var.

Málið mun væntanlega hafa einhverja eftirmála en það er alls óráðið hvort Harrison hjónin fái húsið aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna