fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Vilhjálmur Birgisson: „Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 19. nóvember 2018 10:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, talar um ójafnan leik þegar hann ber saman möguleika almennings til að breyta launakjörum sínum, samanborið við atvinnurekendur og hið opinbera, sem geti gripið til þess ráðs hvenær sem er, að hækka verð og álögur. Hinsvegar fái almenningur aðeins tækifæri til þess á þriggja ára fresti, í gegnum kjarasamninga:

„Hugsið ykkur hvað leikurinn á milli atvinnurekenda, sveitafélaga og ríkis er hryllilega ójafn, en á svona þriggja ára millibili hefur launafólk tækifæri að kalla eftir breytingum á sínum launakjörum til að eiga möguleika á að launakjörin dugi fyrir nauðþurftum frá mánuði til mánaðar. Þetta tækifæri kemur einungis að jafnaði á þriggja ára tímabili hjá launafólki eða nánar tilgetið þegar kjarasamningar eru lausir, en öðru máli gegnir með t.d. verslunareigendur og aðra þjónustuaðila þeir geta nánast á hverjum degi og jafnvel oft á dag hækkað vöruverð og þjónustuna til lagfæra rekstrar-stöðuna hjá sér.“

Berskjaldað fyrir sveiflum

Vilhjálmur segir launafólk berskjaldað fyrir öllum breytingum:

„Öll vitum við hvað t.d. gerist hjá Olíufélögunum þegar heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkar, jú neytendur geta gengið að því vísu að bensínverð hækkar fljót og eða þegar gengi íslensku krónunnar fellur þá birtist það nánast sjálfkrafa í hækkun á öllum innflutum vörum. Það sama gildir um ríkissjóð og sveitafélög þau geta breytt hjá sér gjaldskrám eða hækkað álögur á skattgreiðendur og gerist það nánast á hverju einasta ári. Hins vegar stendur launafólk berskjaldað fyrir öllum efnahagslegum hremmingum sem herjað geta á íslenskt samfélag og skiptir engu máli hvort þær efnahagslegu hremmingar séu vegna innlendra eða erlendra atburða.“

Hræðsluáróður

„Það er því ömurlegt að í hvert sinn sem verkafólk og launafólk hefur möguleika á að rétta sinn hlut af þegar kjarasamningar eru lausir að þá skuli hræðsluáróðurinn óma um allt samfélag eins og enginn sé morgundagurinn. En þetta eru yfirleitt þeir sömu og varpa öllum sínum vanda miskunnarlaust yfir á neytendur við hvert tækifæri til að rétta af sína rekstrarstöðu og til að geta skilað meiri hagnaði og greitt út arðgreiðslur!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki