fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Eyjan

Greiða borginni 15.000 krónur í húsaleigu á mánuði – Einn leigjendanna er dóttir yfirmanns skrifstofunnar sem gerði leigusamninganna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. nóvember 2018 08:20

Alliance-húsið. Mynd úr kynningarefni Reykjavíkurborgar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árið 2012 keypti Reykjavíkurborg húsið að Grandagarði 2, oft nefnt Alliance húsið, af félagi í eigu Ingunnar Wernersdóttur. Kaupverðið var 350 milljónir. Borgin greiddi síðan 106 milljónir fyrir að láta gera húsið upp að utan. Svo virðist sem leigjendur hafi fengið sannkölluð kostakjör hjá borginni og greiddu sumir þeirra aðeins 15.000 krónur á mánuði í leigu.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að nýlega hafi borgin selt húsið og byggingarétt á lóðinni fyrir 900 milljónir króna. Í tengslum við söluna voru núverandi leigusamningar birtir með öðrum gögnum málsins. Fram kemur að fjórir leigjendur á efri hæð hússins hafi greitt 15.000 krónur á mánuði í leigu. Hér er um listamenn að ræða og tóku leigusamningarnir gildi í ársbyrjun 2013. Meðal þessara leigjenda er Sigrún Inga Hrólfsdóttir sem er dóttir Hrólfs Jónssonar. Hrólfur var skrifstofustjóri skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar hjá Reykjavíkurborg þegar samningarnir voru gerðir en það var einmitt skrifstofa hans sem sá um gerð þeirra.

Fréttablaðið segir að samkvæmt svari frá borginni hafi leigjendurnir verið til staðar í húsinu þegar borgin keypti það og þá hafi þeir ekki greitt leigu. Hvað varðar leiguupphæðina var svarið að hún hafi verið samkomulagsatriði á milli aðila.

Tvö stærri rými hússins eru einnig leigð út og greiðir félagið Bismarck ehf. 400.000 krónur á mánuði fyrir leigu á 444 fermetrum. Sögusafnið Perlunni ehf. greiðir 580.480 krónur fyrir leigu á 725 fermetrum á fyrstu hæð hússins. Allir leigusamningarnir eru vísitölubundnir.

Frá ársbyrjun 2013 hefur borgin haft 72 milljónir í leigutekjur af húsinu.

Fréttablaðið hefur eftir Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins, að ljóst sé að ekki hafi allt verið með felldu í þessu máli.

„Ekki frekar en í öðrum verkefnum borgarinnar að undanförnu. Það er með ólíkindum að borgin sé sem leigusali að gera samninga á miklu hagstæðari kjörum en hún sjálf leigir húsnæði, á, til dæmis í Borgartúni. Þetta er svo úr takti við allt sem gengur og gerist. Borgin er beinlínis að gefa frá sér gæði, takmarkaða auðlind, á fyrstu og annarri hæð þessa húss. Að leigja svona á innan við þúsund krónur fermetrann, fólk mun verða brjálað.“

Er haft eftir Vigdísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé

Sigmundur Ernir skrifar: Þrálát sóun á almannafé
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande

Nína Richter skrifar: Bringubeinin á Ariönu Grande
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn