fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Fékk brjálæðiskast þegar hún mátti ekki leika Spiderman í leikriti um fæðingu Jesú

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur reynst erfitt að útskýra fyrir þriggja ára gömlu barni hvers vegna það megi ekki leika ofurhetjuna „Spiderman“ í jólaleikriti um fæðingu Jesú.

Hin þrjátíu og sjö ára gamla Heather, móðir Darcy Raine Cheshire lenti einmitt í þeim aðstæðum á dögunum þegar dóttir hennar fékk það hlutverk að leika engil. Samkvæmt Metro fór Darcy í mikið uppnám þegar hún fékk að vita hvaða hlutverk hún átti að taka að sér og náði móðir hennar brjálæðiskasti hennar upp á myndband.

Heather reyndi að útskýra fyrir dóttur sinni að Spiderman, eða kóngulóarmaðurinn, væri ekki í Biblíunni og sagði henni að sagan fjallaði um Jesúbarnið.

„Mér líkar ekki við Jesúbarnið. Ég hata Jesúbarnið. Mér líkar ekki við engla,“ grét Darcy sem á fjóra eldri bræður og hefur því fengið að kynnast mörgum ofurhetjum í gegnum ævina.

Faðir Heather, Aron sagði að dóttir sín geti verið mjög ákveðin og segi stundum virkilega fyndna hluti.

„Hún getur verið mjög hávær og hún er mjög fyndin. Hún hefur virkilega sterkar skoðanir miðað við barn á hennar aldri. Það sem hún lætur stundum út úr sér, stundum hljómar hún frekar eins og hún sé átján ára gömul.“

Darcy elskar ofurhetjur og myndbandið af því þegar hún var í uppnámi vegna hlutverki sínu hefur nú gengið um netmiðla en margir foreldrar tengja líklega vel við það.

Heather reyndi að útskýra fyrir dóttur sinni að hún yrði fallegur engill en Darcy vildi ekki heyra það.

„Ég vil ekki engil. Þú átt að gefa mér Batman búning sem er ekki með pilsi á. Venjulegan með buxum og skikkju. Mér líkar ekki við engla.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United

Liverpool ætlar að taka þátt í kapphlaupinu við Arsenal og Manchester United
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst

Telja að 450.000 rússneskir hermenn hafi fallið eða særst
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu

Segja samdrátt vera staðreynd í rússneska hagkerfinu
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið