fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Öryrkjabandalagið hrekur fullyrðingar Bjarna Ben: „Margir yrðu ánægðir með að búa í þessari veröld fjármálaráðherrans“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 15. nóvember 2018 10:45

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fjármálaráðherra fullyrðir að bætur til lífeyrisþegar hafi hækkað um 1,1 milljón króna á ári frá árinu 2010. Það væri hækkun sem næmi hátt í 92 þúsundum á mánuði, á hvern mann í hverjum mánuði undanfarin átta ár. Erfitt er að koma þessum upplýsingum heim og saman við þann veruleika sem öryrkjar búa við,“ segir í tilkynningu frá Öryrkjabandalagi Íslands.

Þar er eru svör Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra gagnrýnd varðandi framlagið til öryrkja í fjárlögum, sem verður minna er ráð var gert fyrir:

„Fjármálaráðherra svaraði mörgum óundirbúnum fyrirspurnum í þinginu í gær. Honum var tíðrætt um misskilning þingmanna í svörum sínum. Í svari við fyrirspurn frá þingmanni Miðflokksins sagði hann meðal annars þetta um hækkun bóta og aukningu kaupmáttar á árunum 2010-2017:

„Hvað þýðir þetta í auknum bótarétti fyrir hvern og einn bótaþega? Þetta þýðir að bæturnar hafa hækkað fyrir hvern og einn bótaþega um 1,1 milljón á ári. Hvers vegna stendur þá þessi hv. þingmaður hér og heldur því fullum fetum fram að þessi hópur hafi algerlega setið eftir? Tölurnar sýna allt annað.“

Nú getum við öll tekið undir hversu gleðilegt það væri ef ráðherrann færi rétt með staðreyndir. Þá væri hver og einn örorkulífeyrisþegi með lauslega áætlað um 700 þúsund krónur á mánuði til grunnframfærslu. Það segir sig sjálft að margir yrðu ánægðir með að búa í þessari veröld fjármálaráðherrans.“

Veruleiki fólksins sagður annar en fjármálaráðherra

Öryrkjabandalagið segir að kaupmáttur öryrkja hafi ekki aukist líkt og Bjarni vill meina og ber hækkun óskerts lífeyris saman við hækkun þingfararkaups á sama tímabili:

Staðreyndin er hins vegar sú að flestir öryrkjar eru með örorkulífeyrisgreiðslur langt undir 300 þúsund krónum á mánuði, fyrir skatt. Einungis 29 prósent örorkulífeyrisþega fá 300 þúsund króna grunnframfærslu á mánuði sem náðist fram með gríðarlegum þrýstingi á stjórnvöld við gerð fjárlaga þessa árs. Sjö af hverjum tíu sitja enn úti í kuldanum.

Þá er bent á það í umsögn ÖBÍ við frumvarp til fjárlaga næsta árs, að kaupmáttur öryrkja hafi nær ekkert aukist á því tímabili sem ráðherrann talar um. Raunar hefur hann verið neikvæður megnið af tímabilinu, þar sem umrædd kaupmáttaraukning síðustu ára hefur ekki náð til örorkulífeyrisþega. Staðreyndin er sú að á árunum 2010 til 2017 hækkaði óskertur lífeyrir einungis um 74.383 kr. samanlagt á mánuði á meðan þingfararkaup hækkaði um 581.190 kr.

Einn stór misskilningur

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagði við RÚV í gær að í raun væri það töf á kerfisbreytingum sem orsakaði þennan misskilning, því í raun væri verið að auka framlögin, ekki skera þau niður:

„Það er mikill munur á því að fara í niðurskurð á almannatryggingum sem standa undir greiðslum til öryrkja, eða því sem við erum að gera sem er að bæta í. Við erum með fjóra milljarða sem við höfum tekið frá á ári til þess að ráðast í breytingar til hagsbóta fyrir öryrkja. Það  er vinna sem hefur staðið yfir í nokkur ár og stendur enn yfir. Vegna þess hve langt er liðið á árið erum við ekki að gera ráð fyrir því að breytingarnar geti tekið gildi frá og með áramótum og það hefur þá þær afleiðingar að sú fjármögnun sem fylgir kemst ekki út til öryrkja frá og með áramótum en við erum að gera ráð fyrir að það geti orðið, samkvæmt þessum tillögum, á fyrsta ársfjórðungi. Í heildina þýðir þetta það að í fjárlagafrumvarpinu var gert ráð fyrir að við myndum bæta til öryrkja á næsta ári  sex milljörðum en vegna þeirra tafa sem eru að verða á kerfisbreytingum þá eru það 5 milljarðar sem bætast við. Þannig að allt tal um niðurskurð er á algjörum misskilningi byggt.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“