fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Víglundur er látinn

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 13. nóvember 2018 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víglundur Þorsteinsson, fyrrverandi forstjóri BM Vallár, er látinn 75 ára að aldri. Hann lést á líknardeild Landspítalans í fyrrinótt. Víglundur var fæddur 19. september árið 1943. Hann var áratugum saman umsvifamikill í íslensku atvinnulífi og var lengi vel í forystu ýmissa samtaka atvinnurekenda. Hann var meðal annars formaður Félags íslenskra iðnrekenda á árunum 1982 til 1991. Einnig sat hann í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna í rúm 20 ár, eða frá árinu 1986 til 2007. Víglundur sat í stjórn Eimskips frá árinu 2013 til dánardags.

Víglundur var framkvæmdastjóri fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á árunum 1970 til 1971 og bæjarfulltrúi sama flokks á Seltjarnarnesi á árunum 1974 til 1978.

Eft­ir­lif­andi eig­in­kona Víg­lund­ar er Krist­ín María Thor­ar­en­sen, skrif­stofumaður. Fyrri kona hans er Sig­ur­veig Ingi­björg Jóns­dótt­ir fréttamaður. Syn­ir Víg­lund­ar og Sig­ur­veig­ar eru Jón Þór, Þor­steinn og Björn. Börn Krist­ín­ar, stjúp­börn Víg­lund­ar, eru Axel Örn Ársæls­son og Ásdís María Thor­ar­en­sen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki